Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 21:15 Mary Alice Vignola og Cyera Hintzen skælbrosandi í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls, 6-1, í þriðja síðasta leik sínum í sumar. Eftir sigurinn er Valur með 41 stig, tíu stigum ofar en Breiðablik á toppi deildarinnar þegar Blikakonur eiga aðeins þrjá leiki eftir. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum og óhætt að segja að liðið sé vel að titlinum komið. Eftir að hafa reyndar farið rólega af stað og meðal annars þurft að þola 7-3 skell í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á Hlíðarenda náðu Valskonur vopnum sínum, unnu hvern leikinn á fætur öðrum og gátu því fagnað titlinum vel og innilega á sama stað í kvöld. Valskonur fagna sjálfsagt langt fram á nótt.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa misst þungavigtarleikmenn fyrir tímabilið, í atvinnumennsku og barneignir, er Valsliðið sem nú lýkur tímabilinu kannski ekki mikið síðra en fyrir ári síðan. Innkoma Cyeru Hintzen og ekki siður Láru Kristínar Pedersen á miðjuna, á miðju tímabili, hjálpaði liðinu mikið á sama tíma og Mary Alice Vignola fór vaxandi á sínu fyrsta tímabili með Val. Þá hafa yngri leikmenn á borð við Ásdísi Karen Halldórsdóttur og Ídu Marín Hermannsdóttur eflst við að fá stærra hlutverk í liðinu, og burðarásar á borð við Elínu Mettu Jensen, Dóru Maríu Lárusdóttur, Elísu Viðarsdóttur, Mist Edvardsdóttur og Söndru Sigurðardóttur, sem allar þekkja hvað til þarf til að vinna titla, skilað sínu. Áfram mætti telja. Leikurinn gegn Tindastóli í kvöld reyndist auðveld hindrun eftir að Elín Metta kom Val yfir snemma leiks. Munurinn var reyndar bara 2-0 í hálfleik, þökk sé góðum leik Amber Michel í marki Tindastóls, en gestirnir áttu einfaldlega ekki möguleika gegn besta liði landsins að þessu sinni. Fanndís Friðriksdóttir skellihlæjandi í meistarafögnuðinum. Hún skoraði tvennu í kvöld.vísir/hulda margrét Fanndís Friðriksdóttir, sem er sífellt að verða betri eftir að hafa eignast barn fyrr á þessu ári, rak síðustu naglana í kistu gestanna með tveimur mörkum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Tindastóll er áfram í neðsta sæti deildarinnar en aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Það hjálpar liðinu vissulega ekki að markatalan skyldi versna mikið í kvöld en liðið er á leið í algjöran lykilleik á heimavelli gegn Keflavík á mánudagskvöld. Af hverju vann Valur? Af því að Valur er með besta lið landsins í dag. Frábæra leikmenn í flestum stöðum og stóra sveit leikmanna sem geta látið til sín taka. Yfirburðirnir voru miklir í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Það er ofboðslega klisjukennt að tala um góða liðsheild hjá meistaraliðum en það undirstrikar kannski hvað skilað hefur titli Vals hve jafnt og gott liðið var í kvöld. Það væri hægt að nefna flesta leikmenn hér. Ásdís Karen, Mary Alice og Elín Metta voru síógnandi fram á við og aftasta línan hleypti gestunum aldrei í færi. Þau tækifæri sem Tindastóll fékk komu eftir fjölda skiptinga þegar langt var liðið á leikinn. Hvað gekk illa? Leikáætlun gestanna fór út um gluggann þegar Valur komst yfir snemma leiks. Tindastóll treysti á föst leikatriði en fékk fá slík og tókst ekki að nýta þau, og vörn liðsins var ekki að gera Amber neinn sérstakan greiða að þessu sinni. Hvað gerist næst? Valskonur fagna titlinum en mæta svo Keflavík á útivelli 4. september í leik sem skiptir miklu máli fyrir Tindastól, og taka svo á móti Íslandsmeistarabikarnum á heimavelli gegn Selfossi 12. september. Tindastóll mætir Keflavík í miklum úrslitaleik á mánudagskvöld og á svo eftir útileik við Selfoss og heimaleik við Stjörnuna. Dóra María: Átti „down“ tímabil í fyrra og er mjög sátt núna „Þetta er mjög kærkomið. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur og það er gaman að klára þetta hérna á heimavelli, örugglega,“ sagði Dóra María Lárusdóttir sem fagnaði sínum áttunda Íslandsmeistaratitli, á sínu átjánda tímabili með Val. „Ég er ánægð með þetta tímabil. Ég átti kannski frekar „down“ tímabil í fyrra og er bara mjög sátt núna,“ sagði Dóra. En hvað skilaði Val titlinum núna? „Við erum með rosalega stóran hóp og mikil gæði. Við erum með gott aldursbil, bæði reynslu og ungar og ferskar stelpur, gott þjálfarateymi, fullt af góðum sjálfboðaliðum, og þetta er bara geggjað félag,“ sagði Dóra. Valskonur hljóta þó að hafa spurt sig ýmissa spurninga eftir skellinn gegn Breiðabliki snemma á tímabilinu? „Það var auðvitað erfiður leikur fyrir okkur og við sáum ekki til sólar í þeim leik en sem betur fer fyrir okkur þá fóru Blikarnir ekki á neitt svakalegt flug eftir það. Auðvitað hjálpaði það til að þær skildu misstíga sig og við nýttum okkur það,“ sagði Dóra sem kvaðst ekki geta sagt til um hvort hún tæki nítjánda tímabilið með Val á næstu leiktíð: „Ég ætla bara að klára þetta tímabil og svo sjáum við til.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tindastóll
Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls, 6-1, í þriðja síðasta leik sínum í sumar. Eftir sigurinn er Valur með 41 stig, tíu stigum ofar en Breiðablik á toppi deildarinnar þegar Blikakonur eiga aðeins þrjá leiki eftir. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum og óhætt að segja að liðið sé vel að titlinum komið. Eftir að hafa reyndar farið rólega af stað og meðal annars þurft að þola 7-3 skell í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á Hlíðarenda náðu Valskonur vopnum sínum, unnu hvern leikinn á fætur öðrum og gátu því fagnað titlinum vel og innilega á sama stað í kvöld. Valskonur fagna sjálfsagt langt fram á nótt.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa misst þungavigtarleikmenn fyrir tímabilið, í atvinnumennsku og barneignir, er Valsliðið sem nú lýkur tímabilinu kannski ekki mikið síðra en fyrir ári síðan. Innkoma Cyeru Hintzen og ekki siður Láru Kristínar Pedersen á miðjuna, á miðju tímabili, hjálpaði liðinu mikið á sama tíma og Mary Alice Vignola fór vaxandi á sínu fyrsta tímabili með Val. Þá hafa yngri leikmenn á borð við Ásdísi Karen Halldórsdóttur og Ídu Marín Hermannsdóttur eflst við að fá stærra hlutverk í liðinu, og burðarásar á borð við Elínu Mettu Jensen, Dóru Maríu Lárusdóttur, Elísu Viðarsdóttur, Mist Edvardsdóttur og Söndru Sigurðardóttur, sem allar þekkja hvað til þarf til að vinna titla, skilað sínu. Áfram mætti telja. Leikurinn gegn Tindastóli í kvöld reyndist auðveld hindrun eftir að Elín Metta kom Val yfir snemma leiks. Munurinn var reyndar bara 2-0 í hálfleik, þökk sé góðum leik Amber Michel í marki Tindastóls, en gestirnir áttu einfaldlega ekki möguleika gegn besta liði landsins að þessu sinni. Fanndís Friðriksdóttir skellihlæjandi í meistarafögnuðinum. Hún skoraði tvennu í kvöld.vísir/hulda margrét Fanndís Friðriksdóttir, sem er sífellt að verða betri eftir að hafa eignast barn fyrr á þessu ári, rak síðustu naglana í kistu gestanna með tveimur mörkum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Tindastóll er áfram í neðsta sæti deildarinnar en aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Það hjálpar liðinu vissulega ekki að markatalan skyldi versna mikið í kvöld en liðið er á leið í algjöran lykilleik á heimavelli gegn Keflavík á mánudagskvöld. Af hverju vann Valur? Af því að Valur er með besta lið landsins í dag. Frábæra leikmenn í flestum stöðum og stóra sveit leikmanna sem geta látið til sín taka. Yfirburðirnir voru miklir í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Það er ofboðslega klisjukennt að tala um góða liðsheild hjá meistaraliðum en það undirstrikar kannski hvað skilað hefur titli Vals hve jafnt og gott liðið var í kvöld. Það væri hægt að nefna flesta leikmenn hér. Ásdís Karen, Mary Alice og Elín Metta voru síógnandi fram á við og aftasta línan hleypti gestunum aldrei í færi. Þau tækifæri sem Tindastóll fékk komu eftir fjölda skiptinga þegar langt var liðið á leikinn. Hvað gekk illa? Leikáætlun gestanna fór út um gluggann þegar Valur komst yfir snemma leiks. Tindastóll treysti á föst leikatriði en fékk fá slík og tókst ekki að nýta þau, og vörn liðsins var ekki að gera Amber neinn sérstakan greiða að þessu sinni. Hvað gerist næst? Valskonur fagna titlinum en mæta svo Keflavík á útivelli 4. september í leik sem skiptir miklu máli fyrir Tindastól, og taka svo á móti Íslandsmeistarabikarnum á heimavelli gegn Selfossi 12. september. Tindastóll mætir Keflavík í miklum úrslitaleik á mánudagskvöld og á svo eftir útileik við Selfoss og heimaleik við Stjörnuna. Dóra María: Átti „down“ tímabil í fyrra og er mjög sátt núna „Þetta er mjög kærkomið. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur og það er gaman að klára þetta hérna á heimavelli, örugglega,“ sagði Dóra María Lárusdóttir sem fagnaði sínum áttunda Íslandsmeistaratitli, á sínu átjánda tímabili með Val. „Ég er ánægð með þetta tímabil. Ég átti kannski frekar „down“ tímabil í fyrra og er bara mjög sátt núna,“ sagði Dóra. En hvað skilaði Val titlinum núna? „Við erum með rosalega stóran hóp og mikil gæði. Við erum með gott aldursbil, bæði reynslu og ungar og ferskar stelpur, gott þjálfarateymi, fullt af góðum sjálfboðaliðum, og þetta er bara geggjað félag,“ sagði Dóra. Valskonur hljóta þó að hafa spurt sig ýmissa spurninga eftir skellinn gegn Breiðabliki snemma á tímabilinu? „Það var auðvitað erfiður leikur fyrir okkur og við sáum ekki til sólar í þeim leik en sem betur fer fyrir okkur þá fóru Blikarnir ekki á neitt svakalegt flug eftir það. Auðvitað hjálpaði það til að þær skildu misstíga sig og við nýttum okkur það,“ sagði Dóra sem kvaðst ekki geta sagt til um hvort hún tæki nítjánda tímabilið með Val á næstu leiktíð: „Ég ætla bara að klára þetta tímabil og svo sjáum við til.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti