Enski boltinn

Aubameyang: Þetta gefur okkur vonandi eitthvað til að byggja ofan á

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar í leikslok.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar í leikslok. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, var virkilega sáttur með 6-0 sigur liðsins gegn WBA í enska deildarbikarnum í kvöld. Aubameyang skoraði þrennu, en hann segir það mikilvægt að byggja upp sjálfstraust liðsins eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

„Þetta er frábær tilfinning. Ég er glaður að hafa unnið þennan leik og það er gott að byggja upp sjálfstraust liðsins,“ sagði Aubameyang eftir leik.

Hann hélt svo áfram að hrósa liðinu og vinnusemi liðsfélaga sinna.

„Hver einasti leikmaður leggur sig alltaf 100 prósent fram. Við reynum alltaf okkar best í að gefa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja.“

„Þetta gefur okkur vonandi eitthvað til að byggja ofan á í næstu leikjum. Við þurfum að vinna fyrir þessu og halda áfram að berjast.“

Arsenal hefur tapað báðum leikjum sínum í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar, en Aubameyang trúir því að liðið geti átt gott tímabil.

„Það eru enn 36 leikir eftir og við munum gera okkar besta til að gera þetta að góðu tímabili,“ sagði Aubameyang að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×