Enski boltinn

Fjórir úrvalsdeildarslagir í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester City er ríkjandi deildarbikarmeistari.
Manchester City er ríkjandi deildarbikarmeistari. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images

Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit enska deildarbikarsins. Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City mætir C-deildarliði Wycombe Wanderers, en nágrannar þeirra, Manchester United, fá úrvalsdeildarslag gegn West Ham.

Alls eru fjórir úrvalsdeildarslagir á dagskrá í 32-liða úrslitum. Chelsea mætir Aston Villa, Liverpool og Norwich eigast við, Wolves fær annað tækifæri til að vinna Tottenham eftir tap um liðna helgi og Manchester United mætir West Ham.

Eins og áður segir mæta Englandsmeistarar Manchester City liði Wycombe Wanderers, og Arsenal mætir einnig C-deildarliði þegar þeir kljást við AFC Wimbeldon.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall fá erfitt verkefni, en þeir mæta Leicester og Jóhann Berg og félagar í Burnley mæta D-deildarliði Rochdale.

Dráttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, en leikirnir verða spilaðir eftir mánuð.

QPR - Everton

Preston - Cheltenham

Manchester United - West Ham

Fulham - Leeds

Brentford - Oldham

Watford - Stoke

Chelsea - Aston Villa

Wigan - Sunderland

Norwich - Liverpool

Burnley - Rochdale

Arsenal - AFC Wimbeldon

Sheffield United - Southampton

Manchester City - Wycombe Wanderers

Millwall - Leicester

Wolves - Tottenham

Brighton - Swansea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×