Gagnagrunnur um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu formlega opnaður Heimsljós 26. ágúst 2021 14:17 Markmið gagnagrunnsins er að auka gagnsæi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og gefa betri yfirsýn yfir það hvernig framlagi íslenskra skattgreiðenda er varið. Vefsvæðinu www.openaid.is var formlega ýtt úr vör í dag af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Um er að ræða gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu þar sem almenningi og haghöfum gefst kostur á að rýna í opinber framlög Íslands til málaflokksins. Markmið gagnagrunnsins er að auka gagnsæi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og gefa betri yfirsýn yfir það hvernig framlagi íslenskra skattgreiðenda er varið. „Það er afar ánægjulægt að vera búinn að opna gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Með framlagi okkar til þróunarsamvinnu sýnum við ábyrgð í samfélagi þjóðanna og leggjum okkar af mörkum við að uppræta fátækt og bæta lífskjör. Um leið berum við einnig ábyrgð gagnvart íslenskum skattgreiðendum um ráðdeild og skynsemi í nýtingu opinbers fjár. Gagnsæi og ábyrgð er lögð til grundvallar meðferð slíkra fjármuna og gagnagrunnur sem þessi er mikilvægur liður í því,“ sagði Guðlaugur Þór í tilefni af opnun vefsins. Meðal þess sem hægt er að skoða á vefsvæðinu er skipting framlaga eftir málefnum, móttökuríkjum og samstarfsstofnunum, fá upplýsingar um einstaka verkefni Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og skoða hvernig framlög skiptast eftir þverlægum markmiðum um kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál. Þá má sjá yfirlit yfir það hvernig framlög Íslands skiptast eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Gögnin ná allt aftur til ársins 2010 og verða ný gögn birt jafnóðum og staðfestar tölur liggja fyrir. Árið 2019 námu heildarframlög Íslands til alþjóðlegar þróunarsamvinnu rúmum 7,5 milljörðum króna. Framlögin runnu til 168 verkefna í 28 löndum og voru samstarfsaðilar alls 64. Malaví og Úganda eru þau lönd sem mest af framlögunum runnu til en þau eru tvíhliða samstarfsþjóðir Íslands í þróunarsamvinnu og þar vinna íslensk stjórnvöld að mestu leyti í samstarfi við héraðsyfirvöld og stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Openaid.is - gagnagrunnur um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent
Vefsvæðinu www.openaid.is var formlega ýtt úr vör í dag af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Um er að ræða gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu þar sem almenningi og haghöfum gefst kostur á að rýna í opinber framlög Íslands til málaflokksins. Markmið gagnagrunnsins er að auka gagnsæi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og gefa betri yfirsýn yfir það hvernig framlagi íslenskra skattgreiðenda er varið. „Það er afar ánægjulægt að vera búinn að opna gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Með framlagi okkar til þróunarsamvinnu sýnum við ábyrgð í samfélagi þjóðanna og leggjum okkar af mörkum við að uppræta fátækt og bæta lífskjör. Um leið berum við einnig ábyrgð gagnvart íslenskum skattgreiðendum um ráðdeild og skynsemi í nýtingu opinbers fjár. Gagnsæi og ábyrgð er lögð til grundvallar meðferð slíkra fjármuna og gagnagrunnur sem þessi er mikilvægur liður í því,“ sagði Guðlaugur Þór í tilefni af opnun vefsins. Meðal þess sem hægt er að skoða á vefsvæðinu er skipting framlaga eftir málefnum, móttökuríkjum og samstarfsstofnunum, fá upplýsingar um einstaka verkefni Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og skoða hvernig framlög skiptast eftir þverlægum markmiðum um kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál. Þá má sjá yfirlit yfir það hvernig framlög Íslands skiptast eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Gögnin ná allt aftur til ársins 2010 og verða ný gögn birt jafnóðum og staðfestar tölur liggja fyrir. Árið 2019 námu heildarframlög Íslands til alþjóðlegar þróunarsamvinnu rúmum 7,5 milljörðum króna. Framlögin runnu til 168 verkefna í 28 löndum og voru samstarfsaðilar alls 64. Malaví og Úganda eru þau lönd sem mest af framlögunum runnu til en þau eru tvíhliða samstarfsþjóðir Íslands í þróunarsamvinnu og þar vinna íslensk stjórnvöld að mestu leyti í samstarfi við héraðsyfirvöld og stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Openaid.is - gagnagrunnur um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent