„Bestu liðin, bestu leikmennirnir og mót þar sem allt getur gerst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson lýsa því sem fyrir augu ber á stórmeistaramótinu í Counter Strike: Gobal Offensive fyrir áhorfendum Stöðvar 2 eSports. Spennan í íslenskum rafíþróttum nær hámarki næstu tvær helgar þegar stórmeistaramótið í Counter Strike: Global Offensive fer fram. Kristján Einar Kristjánsson, annar lýsenda mótsins, lofar harðri keppni og flottum viðburði. „Fólk á von á skemmtun, fyrst og fremst. Við erum að færa útsendingarnar upp á hærra plan og sýnum úr nýja myndverinu okkar í Arena,“ sagði Kristján Einar við Vísi og vísaði þar til nýja rafíþróttastaðarins í Turninum í Kópavogi. Sýnt verður beint frá stórmeistaramótinu á Stöð 2 eSport næstu tvær helgar. Um helgina fara átta liða og undanúrslitin fram og um aðra helgi er svo komið að úrslitunum. Á morgun mætast annars vegar Dusty og Rafmos og Þór og XY hins vegar. Sigurvegarnir mætast svo í fyrri undanúrslitaleiknum um kvöldið. Á sunnudaginn eigast Kórdrengir og Vallea og KR og Fylkir við og seinni undanúrslitaleikurinn verður svo um kvöldið. „Við erum að fara að sjá bestu liðin mætast í stærsta mótinu. Við erum að fá bikarúrslitastemmningu,“ sagði Kristján Einar. Dusty er ríkjandi stórmeistari og þykja líklegastir til afreka í ár. „Þeir unnu líka deildina í ár og koma inn sigurstranglegastir inn í þetta mót. En KR og Vallea eru líklegust til að veita þeim keppni,“ sagði Kristján Einar sem lýsir stórmeistaramótinu ásamt Tómasi Jóhannssyni. „Þetta eru bestu liðin, bestu leikmennirnir, stærri útsending og mót þar sem allt getur gerst. Dagsformið skiptir miklu máli. Það er líka áhugavert að mótinu var frestað og liðin hafa haft miklu lengri tíma til að undirbúa sig en venjulega,“ sagði Kristján Einar að lokum. Bein útsending frá stórmeistaramótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 eSport bæði á morgun og á sunnudaginn. Rafíþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn
„Fólk á von á skemmtun, fyrst og fremst. Við erum að færa útsendingarnar upp á hærra plan og sýnum úr nýja myndverinu okkar í Arena,“ sagði Kristján Einar við Vísi og vísaði þar til nýja rafíþróttastaðarins í Turninum í Kópavogi. Sýnt verður beint frá stórmeistaramótinu á Stöð 2 eSport næstu tvær helgar. Um helgina fara átta liða og undanúrslitin fram og um aðra helgi er svo komið að úrslitunum. Á morgun mætast annars vegar Dusty og Rafmos og Þór og XY hins vegar. Sigurvegarnir mætast svo í fyrri undanúrslitaleiknum um kvöldið. Á sunnudaginn eigast Kórdrengir og Vallea og KR og Fylkir við og seinni undanúrslitaleikurinn verður svo um kvöldið. „Við erum að fara að sjá bestu liðin mætast í stærsta mótinu. Við erum að fá bikarúrslitastemmningu,“ sagði Kristján Einar. Dusty er ríkjandi stórmeistari og þykja líklegastir til afreka í ár. „Þeir unnu líka deildina í ár og koma inn sigurstranglegastir inn í þetta mót. En KR og Vallea eru líklegust til að veita þeim keppni,“ sagði Kristján Einar sem lýsir stórmeistaramótinu ásamt Tómasi Jóhannssyni. „Þetta eru bestu liðin, bestu leikmennirnir, stærri útsending og mót þar sem allt getur gerst. Dagsformið skiptir miklu máli. Það er líka áhugavert að mótinu var frestað og liðin hafa haft miklu lengri tíma til að undirbúa sig en venjulega,“ sagði Kristján Einar að lokum. Bein útsending frá stórmeistaramótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 eSport bæði á morgun og á sunnudaginn.
Rafíþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn