Sendiherrafrú dæmd fyrir „skepnulegt“ morð á eiginmanninum Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 10:09 Flak bílsins sem lík Amiridis fannst í árið 2016. Lögregla telur að hann hafi verið myrtur í íbúð sem hann deildi með eiginkonu sinni en að líkið hafi síðan verið falið. Vísir/EPA Dómstóll í Brasilíu dæmdi þarlenda konu í 31 árs fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morðið á eiginmanni sínum sem var sendiherra Grikklands í landinu. Dómari lýsti glæp konunnar og vitorðsmanna hennar sem „skepnulegum“. Lík Kyriakos Amiridis fannst illa brunnið í skotti bíls sem eldur hafði verið lagður að í úthverfi Río de Janeiro árið 2016. Hans hafði þá verið saknað. Francoise de Souza Oliveira, brasilísk eiginkona sendiherrans, tilkynnti lögreglu hvarf hans. Hún sagði að hann hefði yfirgefið íbúð þeirra án skýringa og ekið burt í bílaleigubíl. Flak bílsins með líkinu í skottinu fannst daginn eftir. Böndin bárust brátt fljótt að sendiherrafrúnni. Í ljós kom að hún átti í leynilegu ástarsambandi við Sergio Gomes, herlögreglumann. Blóðslettur fundust á sófa í íbúðinni þar sem Amiridis og Oliveira höfðu dvalið. Lögreglan telur að Amiridis hafi verið myrtur þar en líkið síðan fært, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gomes játaði að hann hefði myrt Amiridis að ósk ástkonu sinnar. Hann hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið. Frændi Gomes var á endanum sýknaður af ákæru um aðild að morðinu en hann afplánaði ársfangelsi fyrir að hjálpa til við að fela líkið. Amiridis var 59 ára gamall þegar hann var myrtur. Þau Oliveira áttu saman eina dóttur. Grikkland Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkonan og ástmaður hennar grunuð um að hafa myrt sendiherrann Sendirherra Grikklands í Brasilíu var myrtur í vikunni og fannst líka hans í bíl hans undir hraðbraut. 30. desember 2016 20:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lík Kyriakos Amiridis fannst illa brunnið í skotti bíls sem eldur hafði verið lagður að í úthverfi Río de Janeiro árið 2016. Hans hafði þá verið saknað. Francoise de Souza Oliveira, brasilísk eiginkona sendiherrans, tilkynnti lögreglu hvarf hans. Hún sagði að hann hefði yfirgefið íbúð þeirra án skýringa og ekið burt í bílaleigubíl. Flak bílsins með líkinu í skottinu fannst daginn eftir. Böndin bárust brátt fljótt að sendiherrafrúnni. Í ljós kom að hún átti í leynilegu ástarsambandi við Sergio Gomes, herlögreglumann. Blóðslettur fundust á sófa í íbúðinni þar sem Amiridis og Oliveira höfðu dvalið. Lögreglan telur að Amiridis hafi verið myrtur þar en líkið síðan fært, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gomes játaði að hann hefði myrt Amiridis að ósk ástkonu sinnar. Hann hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið. Frændi Gomes var á endanum sýknaður af ákæru um aðild að morðinu en hann afplánaði ársfangelsi fyrir að hjálpa til við að fela líkið. Amiridis var 59 ára gamall þegar hann var myrtur. Þau Oliveira áttu saman eina dóttur.
Grikkland Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkonan og ástmaður hennar grunuð um að hafa myrt sendiherrann Sendirherra Grikklands í Brasilíu var myrtur í vikunni og fannst líka hans í bíl hans undir hraðbraut. 30. desember 2016 20:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Eiginkonan og ástmaður hennar grunuð um að hafa myrt sendiherrann Sendirherra Grikklands í Brasilíu var myrtur í vikunni og fannst líka hans í bíl hans undir hraðbraut. 30. desember 2016 20:27