Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. september 2021 07:00 Mæðgurnar (fv.) Fanney Sigurðardóttir og Lilja Hallbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um gigg-hagkerfið og sjálfstætt starfandi fólk á Íslandi. Það vilja allir hafa rödd Á Íslandi eru ekki til staðar tölur um það hversu margir starfa sjálfstætt. Lilja og Fanney benda hins vegar á tölur frá Bandaríkjunum sem gefa til kynna að þar muni sex af hverjum tíu starfa sjálfstætt eða muni starfa sjálfstætt fyrir árið 2027. Mæðgurnar telja líklegt að sama verði upp á teningnum hér. „Skapandi hugsun og framsetning hugmynda gerist ekki akkúrat á tímanum 9 - 17. Skapandi hugsun gerist þegar það er skilningur á því hvað það er sem drífur áfram hugmyndir og framkvæmd þeirra. Þess vegna er vöxtur í sjálfstæðum störfum,“ segir Lilja. Það sem starfsmaður framtíðarinnar þarf ekki er einhver sem segir honum hvað hann eigi að gera. Miklu frekar einhver sem styður við það sem hann er að gera í formi hvatningar og frelsis til ákvörðunartöku,“ segir Fanney. Þá segir mæðgurnar fólk leitast við að vinna við það sem það trúir að muni ganga vel upp. „Það vilja allir hafa rödd og það hafa allir eitthvað fram að færa. Það er of mikið um hæfileika sem aldrei koma nægjanlega mikið fram eða er kastað á glæ með of mörgum fyrirfram fullmótuðum fundum,“ segir Fanney og Lilja bætir við: „Of lengi hefur verið talað um sköpun sem eitthvert áhugamál lista hippa sem eiga ekkert skylt við viðskipti. Það er kominn tími til að skilja það að viðskipti er sköpun.“ Fanney segir starfsmenn ekki þurfa einhvern til að segja sér hvað hann eigi að gera heldur miklu frekar einhvern sem hvetur hann til dáða og styður.Vísir/Vilhelm Mæðgurnar segja vinnuveitendur í auknum mæli vera að nýta sér sjálfstætt starfandi aðila. Oft séu þetta samningar um kaup á sérfræðiþjónustu sem viðbót eða stuðning við þá starfsemi sem fyrir er. Að mati Lilju og Fanneyjar er þessi þróun af hinu góða, ekki síst fyrir fyrirtækin sjálf. Að fá aðila inn sem er ekki of tengdur starfseminni og getur horft á reksturinn í hlutleysi eins og ráðgjafi myndi gera,“ segir Lilja. En hvaða fyrirtæki eru þetta þá helst? „Fyrirtæki sem skilja bestun og eru móttækileg fyrir hlutlausri speglun ráðgjafa og sérfræðinga. Fyrirtæki sem eru með skilning á því að mannauður breytist og er í stöðugri breytingu,“ segir Lilja. Að mati mæðgnanna mun fjölgun sjálfstætt starfandi að endingu marka endalok skipurits. Fyrirtækin séu þá þess í stað farin að fjölga samningum við sérfræðinga sem sjá um stoðþjónustu og annað sem hægt er að úthýsa. „Við teljum að stór fyrirtæki sem eru föst inn í skipuritum séu ekki líkleg til að nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi heldur frekar lítil eða meðalstór. Tækifæri stærri fyrirtækja liggur í því að sjá möguleikana og einfalda,“ segir Fanney. Viðskipti eru skemmtileg Lilja og Fanney eru báðar sjálfstætt starfandi. Lilja er eigandi og stofnandi Markhóls markþjálfunar. Hún er alþjóðlega vottaður markþjálfi, menntuð í stjórnun og markaðsfræðum frá HR og HÍ og á að baki yfir tuttugu ára reynslu í rekstri, stjórnun og markaðsmálum. Fanney er viðskiptafræðingur sem á og rekur fyrirtækið sitt Fanney – Stjörnuspeki. Áður starfaði hún sem þjónustustjóri Já hf. Helgina 16. til 17.október næstkomandi munu mæðgurnar standa fyrir vinnustofu fyrir tíu sjálfstætt starfandi einstaklinga. Vinnustofan verður á Kleif Farm í Kjós og geta tíu aðilar tekið þátt. Nánari upplýsingar um vinnustofuna má finna á vefsíðunni Markholl.is. Lilja segir markmið Vinnustofunnar meðal annars vera hvatningu og fræðslu til þess að gera fólki betur kleift að nýta styrkleikana sína til að afla tekna með sjálfstæðri vinnu.Vísir/Vilhelm „Ástæða þess að við fórum í þessa vinnu, að efla sjálfstætt starfandi, er einfaldlega vöntun. Hér sjáum við gat á markaði sem hægt er að fylla. Það hefur vantað eflandi og fræðandi vettvang fyrir sjálfstætt starfandi á Íslandi og við erum alveg til í að skapa þann vettvang,“ segir Lilja og bætir við: Viðskipti eru skemmtileg og við ætlum að vera hvetjandi og skapandi afl fyrir sjálfstætt starfandi og alla þá sem vilja nýta sína styrkleika og hæfileika til hins ýtrasta til að skila af sér virði og hafa af því tekjur.“ Markmiðið er að vinnustofan verði upphafið að stærra verkefni til að taka áfram. Ekki aðeins þurfi að gera meira til að styrkja þá sem þegar eru sjálfstætt starfandi eða vilja starfa sjálfstætt, heldur megi atvinnulífið jafnframt við því að auka á fræðslu sem þessu fyrir fólk sem starfar hjá fyrirtækjum. „Sjálfstæð vinna mun aukast og hefur verið að þróast í þá átt á síðustu árum. Þekking, aukin upplýsingagjöf, krefst þess að vera í umhverfi frelsis og sjálfstæðis því annars nýtist hún ekki og nær ekki þeim tilgangi sem henni er ætlað, það er að efla og stækka. Hinn svokallaði fjölbreytileiki þarf að vera meira á borði en í orði. Það gengur ekki að tala um að fjölbreytileika í atvinnulífinu ef það sem er í boði er fábreytni,“ segir Lilja. Mæðgurnar hvetja fyrirtæki til að skoða þau tækifæri sem felast í samningum við sjálfstætt starfandi fólk. „Til þess að geta boðið upp á fjölbreytni þurfa þeir sem taka ákvarðanir um kaup á vöru og þjónustu innan fyrirtækis að hafa hugrekki til þess að eiga viðskipti við sjálfstætt starfandi,“ segir Fanney. En er fjölgun sjálfstætt starfandi kannski bara að endurspegla aukið atvinnuleysi? ,,Við teljum að vöxturinn í gegnum árin stafi ekki af atvinnuleysi þar sem hann hefur verið jafn og þéttur síðustu tíu ár eins og í Bandaríkjunum,“ svarar Lilja. En hvað þarf til að geta starfað sjálfsætt? „Að vinna sjálfstætt getur tekið tíma og aga. Þú þarft virkilega að trúa og treysta á sjálfa/n þig. Oft ertu með marga hatta og kannski ekkert öryggisnet. Þú stendur og fellur með þeim ákvörðunum sem taka þarf í þínum rekstri. Í flestum tilfellum þarft þú að hafa ástríðu og þolinmæði til að vinna sjálfstætt til lengri tíma,“ svara mæðgurnar. Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Starfsframi Fjarvinna Tengdar fréttir Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. 25. ágúst 2021 07:01 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um gigg-hagkerfið og sjálfstætt starfandi fólk á Íslandi. Það vilja allir hafa rödd Á Íslandi eru ekki til staðar tölur um það hversu margir starfa sjálfstætt. Lilja og Fanney benda hins vegar á tölur frá Bandaríkjunum sem gefa til kynna að þar muni sex af hverjum tíu starfa sjálfstætt eða muni starfa sjálfstætt fyrir árið 2027. Mæðgurnar telja líklegt að sama verði upp á teningnum hér. „Skapandi hugsun og framsetning hugmynda gerist ekki akkúrat á tímanum 9 - 17. Skapandi hugsun gerist þegar það er skilningur á því hvað það er sem drífur áfram hugmyndir og framkvæmd þeirra. Þess vegna er vöxtur í sjálfstæðum störfum,“ segir Lilja. Það sem starfsmaður framtíðarinnar þarf ekki er einhver sem segir honum hvað hann eigi að gera. Miklu frekar einhver sem styður við það sem hann er að gera í formi hvatningar og frelsis til ákvörðunartöku,“ segir Fanney. Þá segir mæðgurnar fólk leitast við að vinna við það sem það trúir að muni ganga vel upp. „Það vilja allir hafa rödd og það hafa allir eitthvað fram að færa. Það er of mikið um hæfileika sem aldrei koma nægjanlega mikið fram eða er kastað á glæ með of mörgum fyrirfram fullmótuðum fundum,“ segir Fanney og Lilja bætir við: „Of lengi hefur verið talað um sköpun sem eitthvert áhugamál lista hippa sem eiga ekkert skylt við viðskipti. Það er kominn tími til að skilja það að viðskipti er sköpun.“ Fanney segir starfsmenn ekki þurfa einhvern til að segja sér hvað hann eigi að gera heldur miklu frekar einhvern sem hvetur hann til dáða og styður.Vísir/Vilhelm Mæðgurnar segja vinnuveitendur í auknum mæli vera að nýta sér sjálfstætt starfandi aðila. Oft séu þetta samningar um kaup á sérfræðiþjónustu sem viðbót eða stuðning við þá starfsemi sem fyrir er. Að mati Lilju og Fanneyjar er þessi þróun af hinu góða, ekki síst fyrir fyrirtækin sjálf. Að fá aðila inn sem er ekki of tengdur starfseminni og getur horft á reksturinn í hlutleysi eins og ráðgjafi myndi gera,“ segir Lilja. En hvaða fyrirtæki eru þetta þá helst? „Fyrirtæki sem skilja bestun og eru móttækileg fyrir hlutlausri speglun ráðgjafa og sérfræðinga. Fyrirtæki sem eru með skilning á því að mannauður breytist og er í stöðugri breytingu,“ segir Lilja. Að mati mæðgnanna mun fjölgun sjálfstætt starfandi að endingu marka endalok skipurits. Fyrirtækin séu þá þess í stað farin að fjölga samningum við sérfræðinga sem sjá um stoðþjónustu og annað sem hægt er að úthýsa. „Við teljum að stór fyrirtæki sem eru föst inn í skipuritum séu ekki líkleg til að nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi heldur frekar lítil eða meðalstór. Tækifæri stærri fyrirtækja liggur í því að sjá möguleikana og einfalda,“ segir Fanney. Viðskipti eru skemmtileg Lilja og Fanney eru báðar sjálfstætt starfandi. Lilja er eigandi og stofnandi Markhóls markþjálfunar. Hún er alþjóðlega vottaður markþjálfi, menntuð í stjórnun og markaðsfræðum frá HR og HÍ og á að baki yfir tuttugu ára reynslu í rekstri, stjórnun og markaðsmálum. Fanney er viðskiptafræðingur sem á og rekur fyrirtækið sitt Fanney – Stjörnuspeki. Áður starfaði hún sem þjónustustjóri Já hf. Helgina 16. til 17.október næstkomandi munu mæðgurnar standa fyrir vinnustofu fyrir tíu sjálfstætt starfandi einstaklinga. Vinnustofan verður á Kleif Farm í Kjós og geta tíu aðilar tekið þátt. Nánari upplýsingar um vinnustofuna má finna á vefsíðunni Markholl.is. Lilja segir markmið Vinnustofunnar meðal annars vera hvatningu og fræðslu til þess að gera fólki betur kleift að nýta styrkleikana sína til að afla tekna með sjálfstæðri vinnu.Vísir/Vilhelm „Ástæða þess að við fórum í þessa vinnu, að efla sjálfstætt starfandi, er einfaldlega vöntun. Hér sjáum við gat á markaði sem hægt er að fylla. Það hefur vantað eflandi og fræðandi vettvang fyrir sjálfstætt starfandi á Íslandi og við erum alveg til í að skapa þann vettvang,“ segir Lilja og bætir við: Viðskipti eru skemmtileg og við ætlum að vera hvetjandi og skapandi afl fyrir sjálfstætt starfandi og alla þá sem vilja nýta sína styrkleika og hæfileika til hins ýtrasta til að skila af sér virði og hafa af því tekjur.“ Markmiðið er að vinnustofan verði upphafið að stærra verkefni til að taka áfram. Ekki aðeins þurfi að gera meira til að styrkja þá sem þegar eru sjálfstætt starfandi eða vilja starfa sjálfstætt, heldur megi atvinnulífið jafnframt við því að auka á fræðslu sem þessu fyrir fólk sem starfar hjá fyrirtækjum. „Sjálfstæð vinna mun aukast og hefur verið að þróast í þá átt á síðustu árum. Þekking, aukin upplýsingagjöf, krefst þess að vera í umhverfi frelsis og sjálfstæðis því annars nýtist hún ekki og nær ekki þeim tilgangi sem henni er ætlað, það er að efla og stækka. Hinn svokallaði fjölbreytileiki þarf að vera meira á borði en í orði. Það gengur ekki að tala um að fjölbreytileika í atvinnulífinu ef það sem er í boði er fábreytni,“ segir Lilja. Mæðgurnar hvetja fyrirtæki til að skoða þau tækifæri sem felast í samningum við sjálfstætt starfandi fólk. „Til þess að geta boðið upp á fjölbreytni þurfa þeir sem taka ákvarðanir um kaup á vöru og þjónustu innan fyrirtækis að hafa hugrekki til þess að eiga viðskipti við sjálfstætt starfandi,“ segir Fanney. En er fjölgun sjálfstætt starfandi kannski bara að endurspegla aukið atvinnuleysi? ,,Við teljum að vöxturinn í gegnum árin stafi ekki af atvinnuleysi þar sem hann hefur verið jafn og þéttur síðustu tíu ár eins og í Bandaríkjunum,“ svarar Lilja. En hvað þarf til að geta starfað sjálfsætt? „Að vinna sjálfstætt getur tekið tíma og aga. Þú þarft virkilega að trúa og treysta á sjálfa/n þig. Oft ertu með marga hatta og kannski ekkert öryggisnet. Þú stendur og fellur með þeim ákvörðunum sem taka þarf í þínum rekstri. Í flestum tilfellum þarft þú að hafa ástríðu og þolinmæði til að vinna sjálfstætt til lengri tíma,“ svara mæðgurnar.
Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Starfsframi Fjarvinna Tengdar fréttir Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. 25. ágúst 2021 07:01 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. 25. ágúst 2021 07:01
Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01
Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00