„Ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2021 21:55 Fylkiskonur eru í strembinni stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar í deildinni. Vísir/Daníel Margrét Magnúsdóttir, einn þjálfara Fylkis, segist svekkt að liðinu hafi ekki tekist að ná í þrjú stig er það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Þrótt Reykjavík í kvöld. Hún segist þó nokkuð sátt með spilamennskuna. „Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira