Innlent

Bjarni, Gunnar Smári og Kristrún mættust í Kosningapall­borðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni, Gunnar Smári og Kristrún takast á í beinni klukkan 14.
Bjarni, Gunnar Smári og Kristrún takast á í beinni klukkan 14.

Innan við fjórar vikur eru til Alþingiskosninga og í dag fer Kosningapallborðið á Vísi í loftið. Fulltrúar allra flokka sem mælst hafa með meira en 4% fylgi undanfarnar vikur koma í settið og takast um á mál sem brenna á fólki í aðdraganda kosninga.

Dregið var í kosningapallborðin sem verða þrjú. Í því fyrsta mætast fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar. Í næstu viku verða það Framsóknarflokkur, Píratar og Miðflokkurinn. Í þar næstu viku mætast síðan Vinstri græn, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Bjarni, Gunnar Smári og Kristrún

Sunna Sæmundsdóttir stýrir umræðum og má reikna með því að tekist verði hart á enda hefur Gunnar Smári Egilsson sósíalisti skotið föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum hvar Bjarni Benediktsson er formaður.

Þá hefur Kristrún Frostadóttir, áður aðalhagfræðingur Kviku banka, að margra mati verið ferskur andvari inn í Samfylkinguna en hún skipar fyrsta sæti í suðurkjördæmi Reykjavíkur.

Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 sem verður aðgengileg í spilara hér neðar.

Uppfært: Útsendingunni er lokið en hér má sjá þáttinn í heild sinni.

Klippa: Kosningapallborðið - Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×