Oddvitaáskorunin: Pólitíkin byrjaði á tapi um embætti bekkjartengils Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Jakobsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður í þingkosningunum. Hún er einnig formaður Vinstri grænna. Katrín kynnir sig hér í myndbandinu og fer meðal annars yfir störf sín og byrjun hennar í stjórnmálum. Hún segir það hafa byrjað á tapi um embætti bekkjartengils í framhaldsskóla. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Katrín Jakobsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er ótrúlega erfitt að velja á milli staða en ég nefni suðausturland, þar sem birtan og litirnir eru algjörlega einstök milli fjalls og fjöru. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers og jarðarber. Stundum Nóa-Kropp með ef verulega hungruð. Uppáhalds bók? Ómöguleiki í þessari spurningu, en ég nefni Góða dátann Svejk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það myndi vera ítalska eurovision-lagið Grande amore. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég hef stundum mátað mig við Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég gekk sama hringinn í kringum Vesturbæinn á hverjum degi. Hvað tekur þú í bekk? Púða og teppi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Dansari. En heimurinn er ósammála. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hvort Hans Blix (sem hefur sinnt eftirliti með kjarnavopnum fyrir SÞ) mætti koma með á fundinn. Uppáhalds tónlistarmaður? Mig langar að nefna Bubba Morthens því hann er einfaldlega hluti af genamenginu mínu. Besti fimmaurabrandarinn? Ég kann enga brandara og þeir sem ég man geta engan veginn talist góðir. Ein sterkasta minningin úr æsku? Man alltaf þegar svokallað Engihjallaveður gekk yfir 1981, ég var handviss um að allar rúður myndu brotna, og þá ákvað systir mín að hún gæti ekki misst af einhverri skemmtun. Við stóðum við gluggann og fylgdumst með henni fjúka í sló-mó milli ljósastaura á leið út á stoppistöð. Minnir að þetta hafi endað með því að hún sneri heim, okkur öllum til mikils léttis. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er margt frábært fólk í vinstrihreyfingunni sem hefur verið mínar fyrirmyndir og innblástur – vonlaust að nefna einhvern einn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég er mikill aðdáandi íslenskra Eurovision-laga, upp í hugann koma strax þrjú; Eurobandið, Páll Óskar og svo auðvitað Stjórnin með Eitt lag enn… og svo Nína… og svo fleiri… Besta frí sem þú hefur farið í? Þar sem ég er alltaf í núinu þá er það eiginlega bara síðasta frí. En eftir að ég varð miðaldra þá eru bestu fríin göngufrí, þar sem maður gengur um óbyggðir, helst utan símasambands, og hugsar ekki um neitt annað en að ganga og horfa. Síðasta svona ganga var í kringum Landmannahelli og Landmannalaugar í alveg hreint einstökum félagsskap, það var frábært frí þótt það væru bara þrír dagar. Uppáhalds þynnkumatur? Sem betur fer þarf ég sjaldan á slíku að halda, en það myndi vera kóka-kóla og harðfiskur með smjöri. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni og það var frábært. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég hélt geggjaðan stjórnmálafund fyrir þingkosningarnar 1995 þar sem ég beitti ýmsum brögðum til að lokka til mín formenn flokkanna. Það var kannski upphafið á mínum pólitíska ferli en fundurinn rataði í fréttir og í Mogganum var sagt að hann markaði upphaf kosningabaráttunnar, mér fannst það nú ekki leiðinlegt. Rómantískasta uppátækið? Ég er auðvitað sneydd rómantík með öllu en maðurinn minn bætir það upp. Það rómantískasta sem hann hefur gert var þegar ég kom seint heim úr vinnu á afmælinu mínu fyrir tveimur árum og hann hafði þá skipulagt litla lautarferð inni í stofu. Það var beinlínis stórkostlega rómantískt, ekki síst vegna þess hvað það var óvænt. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður í þingkosningunum. Hún er einnig formaður Vinstri grænna. Katrín kynnir sig hér í myndbandinu og fer meðal annars yfir störf sín og byrjun hennar í stjórnmálum. Hún segir það hafa byrjað á tapi um embætti bekkjartengils í framhaldsskóla. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Katrín Jakobsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er ótrúlega erfitt að velja á milli staða en ég nefni suðausturland, þar sem birtan og litirnir eru algjörlega einstök milli fjalls og fjöru. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers og jarðarber. Stundum Nóa-Kropp með ef verulega hungruð. Uppáhalds bók? Ómöguleiki í þessari spurningu, en ég nefni Góða dátann Svejk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það myndi vera ítalska eurovision-lagið Grande amore. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég hef stundum mátað mig við Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég gekk sama hringinn í kringum Vesturbæinn á hverjum degi. Hvað tekur þú í bekk? Púða og teppi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Dansari. En heimurinn er ósammála. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hvort Hans Blix (sem hefur sinnt eftirliti með kjarnavopnum fyrir SÞ) mætti koma með á fundinn. Uppáhalds tónlistarmaður? Mig langar að nefna Bubba Morthens því hann er einfaldlega hluti af genamenginu mínu. Besti fimmaurabrandarinn? Ég kann enga brandara og þeir sem ég man geta engan veginn talist góðir. Ein sterkasta minningin úr æsku? Man alltaf þegar svokallað Engihjallaveður gekk yfir 1981, ég var handviss um að allar rúður myndu brotna, og þá ákvað systir mín að hún gæti ekki misst af einhverri skemmtun. Við stóðum við gluggann og fylgdumst með henni fjúka í sló-mó milli ljósastaura á leið út á stoppistöð. Minnir að þetta hafi endað með því að hún sneri heim, okkur öllum til mikils léttis. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er margt frábært fólk í vinstrihreyfingunni sem hefur verið mínar fyrirmyndir og innblástur – vonlaust að nefna einhvern einn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég er mikill aðdáandi íslenskra Eurovision-laga, upp í hugann koma strax þrjú; Eurobandið, Páll Óskar og svo auðvitað Stjórnin með Eitt lag enn… og svo Nína… og svo fleiri… Besta frí sem þú hefur farið í? Þar sem ég er alltaf í núinu þá er það eiginlega bara síðasta frí. En eftir að ég varð miðaldra þá eru bestu fríin göngufrí, þar sem maður gengur um óbyggðir, helst utan símasambands, og hugsar ekki um neitt annað en að ganga og horfa. Síðasta svona ganga var í kringum Landmannahelli og Landmannalaugar í alveg hreint einstökum félagsskap, það var frábært frí þótt það væru bara þrír dagar. Uppáhalds þynnkumatur? Sem betur fer þarf ég sjaldan á slíku að halda, en það myndi vera kóka-kóla og harðfiskur með smjöri. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni og það var frábært. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég hélt geggjaðan stjórnmálafund fyrir þingkosningarnar 1995 þar sem ég beitti ýmsum brögðum til að lokka til mín formenn flokkanna. Það var kannski upphafið á mínum pólitíska ferli en fundurinn rataði í fréttir og í Mogganum var sagt að hann markaði upphaf kosningabaráttunnar, mér fannst það nú ekki leiðinlegt. Rómantískasta uppátækið? Ég er auðvitað sneydd rómantík með öllu en maðurinn minn bætir það upp. Það rómantískasta sem hann hefur gert var þegar ég kom seint heim úr vinnu á afmælinu mínu fyrir tveimur árum og hann hafði þá skipulagt litla lautarferð inni í stofu. Það var beinlínis stórkostlega rómantískt, ekki síst vegna þess hvað það var óvænt.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira