Oddvitaáskorunin: Brennur fyrir því að bæta samfélagið Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 21:00 Ásmundur Einar Daðason. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira