Skæð tölvuóværa ræðst á Facebook-víkinga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 15:40 Þessi uppsprettigluggi sem dúkkar upp í sífellu er að gera pennaglaða á Facebook gráhærða. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Villi naglbítur, Andri Snær Magnason, sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason og stjórnmálamaðurinn Sigmar Guðmundsson eiga það sameiginlegt að hafa mátt glíma við þrálátan og ótrúlega þreytandi óværu á Facebook. Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira