PENG GANG er nýtt Íslenskt „streetwear Brand“ – „mikilvægt að hafa góð gæði“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 4. september 2021 10:30 Dagur Fjeldsted á og rekur fatamerkið PENG GANG Nýtt Íslenskt “streetwear brand” er komið á götur borgarinnar og ber það heitið Peng Gang. Það er hann Dagur Örn sem á og rekur Peng Gang en hann stofnaði það fyrir um tveim árum síðan. Nú var að koma út hans þriðja „dropp“ og segir hann það vera það flottasta og metnaðarfyllsta hingað til. Dagur er einungis 16 ára gamall en segja má að hann hafi ávallt gengið í svokölluðum götufatnaði/sttreetwear og haft áhuga á fötum. Kappinn æfir fótbolta með Breiðablik og skrifaði nýlega undir samning við félagið. Einnig rennir hann sér um á hjólabretti og er til að mynda hjólabrettakennari hjá Hjólabrettfélagi Reykjavíkur þannig það er nóg um að vera hjá þessum unga frumkvöðli. Þetta nýjasta og jafnframt þriðja “dropp” er virkilega glæsilegt og vel heppnað og er mikið lagt upp úr góðum gæðum. „Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar eru úr hágæða efni og að hönnunin sé alltaf 100%, það skiptir miklu máli“ – segir Dagur að lokum. Hægt er að skoða og fylgja Peng Gang á Instagram en þar er hægt að sjá betri og fleiri myndir af fötunum ásamt því að senda DM (direct message) og versla! Hægt er að finna PENG GANG á Instagram HÉR Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur
Það er hann Dagur Örn sem á og rekur Peng Gang en hann stofnaði það fyrir um tveim árum síðan. Nú var að koma út hans þriðja „dropp“ og segir hann það vera það flottasta og metnaðarfyllsta hingað til. Dagur er einungis 16 ára gamall en segja má að hann hafi ávallt gengið í svokölluðum götufatnaði/sttreetwear og haft áhuga á fötum. Kappinn æfir fótbolta með Breiðablik og skrifaði nýlega undir samning við félagið. Einnig rennir hann sér um á hjólabretti og er til að mynda hjólabrettakennari hjá Hjólabrettfélagi Reykjavíkur þannig það er nóg um að vera hjá þessum unga frumkvöðli. Þetta nýjasta og jafnframt þriðja “dropp” er virkilega glæsilegt og vel heppnað og er mikið lagt upp úr góðum gæðum. „Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar eru úr hágæða efni og að hönnunin sé alltaf 100%, það skiptir miklu máli“ – segir Dagur að lokum. Hægt er að skoða og fylgja Peng Gang á Instagram en þar er hægt að sjá betri og fleiri myndir af fötunum ásamt því að senda DM (direct message) og versla! Hægt er að finna PENG GANG á Instagram HÉR Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur