Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 3. september 2021 21:26 Áslaug Arna vill ráðast í tilslakanir. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Hún vill koma lífinu í eðlilegt horf til lengri tíma. Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira