„Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin“ Atli Arason skrifar 4. september 2021 18:05 Hlín Eiríksdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir fagna marki fyrr í sumar. VÍSIR/VILHELM Hin 19 ára Ída Marín Hermannsdóttir átti flottan leik hjá Íslandsmeisturum Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík suður með sjó í dag. Valskonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og voru mikið meira með boltann. Ída var þó ekkert of svekkt með niðurstöðuna þar sem að Valur var nú þegar búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. „Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Sjá meira
„Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Sjá meira