Patrick Cantlay leiðir fyrir lokadaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 07:00 Patrick Cantlay er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á lokamóti PGA-mótaraðarinnar. Cliff Hawkins/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn. Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay. 18 holes away from crowning a #FedExCup champion.(presented by @Rolex) pic.twitter.com/VdyOMo6qRa— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2021 Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm. Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn. Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay. 18 holes away from crowning a #FedExCup champion.(presented by @Rolex) pic.twitter.com/VdyOMo6qRa— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2021 Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm. Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01