Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 19:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir. Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira