Dagurinn byrjar klukkan 15:50 þegar að Asebaídsjan mætir Portúgal í undankeppni HM 2022 á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 16:50 hefst bein útsending frá viðureign Íslands og Grikklands í undankeppni EM 2023 frá Würth-vellinum á Stöð 2 Sport.
Frakkar taka á móti Finnum í undankeppni HM 2022 á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:35 og að þeim leik loknum er Markaþáttur HM 2022 á dagskrá á sömu rás.
Klukkan 21:00 er þátturinn Queens Stöð 2 eSport þar sem að vinkonurnar Diamondmynxx og Vallapjalla leiða saman hesta sína og spila fjölbreyttar gerðir leikja. Hér verða mikil læti, öskur og fleira.