Ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 16:30 Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags. Þannig segir hann að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu fyrir helgina. Stöð 2 Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag. „Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“ Heilsa Matur Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Sjá meira
„Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“
Heilsa Matur Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið