Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Dagur Lárusson skrifar 12. september 2021 16:00 Tindastóll þarf á sigri að halda og treysta á önnur úrslit. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er fallið um deild eftir að liðið tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni á heimavelli í Pepsi Max deild kvenna í dag. Fyrir leikinn vissu stúlkurnar í Tindastól að þær þyrftu að stóru sigri að halda í dag til þess að eiga möguleika á því að halda sér í deildinni. Þær þurftu hins vegar líka að treysta á að Keflavík myndi tapa fyrir Þór/KA. Fyrstu mínútur leiksins voru leikmenn Tindastóls allt í öllu og börðust eins og grenjandi ljón. Það átti eftir að skila sér þar sem strax á 5. Mínútu kom fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Hugrún Pálsdóttir. Aldís María Jóhannsdóttir átti á frábæran sprett upp vinstri vænginn og gaf svo boltann fyrir og barst boltinn fyrir utan teig þar sem Hugrún var og tók hún viðstöðulaust skot að marki sem Halla í marki Stjörnunnar átti ekki möguleika á að verja. Þrátt fyrir baráttuanda heima liðsins þá tók það ekki Stjörnuna langan tíma að jafna metin því strax á 8. Mínútu var staðan orðin 1-1. Þá fékk Stjarnan hornspyrnu og ætlaði Amber, markvörður Tindastóls, að grípa eða kýla boltann í burtu en það reyndust vera mistök þar sem hún missti af boltanum og barst boltinn fyrir fætur Elínar Helgu sem þakkaði fyrir sig og setti boltann í autt mark Tindastóls. Eftir þetta mark var Stjarnan meira og minna sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en fleiri mörk voru þó ekki skoruð og staðan því 1-1 í hálfleik. Stúlkurnar í Tindastól byrjuðu seinni hálfleikinn rétt eins og þær byrjuðu þann fyrri og átti strax hættulega sókn. Í þetta skiptið kom þó ekki mark eftir mikla baráttu og rétt eins og í fyrri hálfleiknum þá náði Stjarnan tökum á leiknum eftir því sem líða fór á leikinn. Hildigunnur Ýr var líklegust allra til þess að skora sigurmarkið í leiknum og átti hún tvö til þrjú dauðafæri til þess að skora en Amber í marki Tindastóls var vel á verði. Sigurmark leiksins átti þó eftir að koma og var það Arna Dís sem skoraði það. Þá átti Hildigunnur Ýr einn af sínum frábæru sprettum í leiknum, upp vinstri vænginn og gaf fyrirgjöf með jörðinni, inn á teig sem Amber rétt missti af og barst boltinn þá fyrir fætur Örnu sem þurfti lítið annað að gera en að pota boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur. Tindastóll mun því spila í næst efstu deild á næsta tímabili á meðan Stjarnan stelur fjórða sætinu af Selfoss með þessum sigri. Af hverju vann Stjarnan? Jafntefli hefði líklega verið sanngjörn úrslit þar sem bæði lið börðust vel og áttu sín færi. En þegar líða fór á leikinn fór Tindastóls stúlkur að huga meira að sóknarleiknum þar sem þær þurftu á mörkum að halda sem gerði það að verkum að sóknarmenn Stjörnunnar fengu góð tækifæri og skyndisóknum trekk í trekk. Ein af þeim skyndisóknum endaði með því að Arna Dís skoraði sigurmarkið. Hverjar stóðu uppúr? Að mínu mati voru tveir leikmenn sem stóðu uppúr í þessum leik. Í fyrsta lagi Hildigunnur Ýr sem hljóp oft á tíðum framhjá varnarmönnum Tindastóls eins og þeir væru ekki þar. Svo margir frábærir sprettir og svo lagði hún upp sigurmarkið á Örnu Dís. Í öðru lagi var það svo Amber í marki Tindastóls. Þvílíkir leikur hjá henni þrátt fyrir mistökin í fyrra marki Stjörnunnar. Ef það hefði ekki verið fyrir Amber og hennar vörslur í seinni hálfleiknum þá hefði sigur Stjörnunnar verið mikið stærri. Hvað fór illa? Það var ekkert sérstakt sem fór illa hjá báðum liðum í dag. Bæði lið voru til í að berjast og áttu sín færi. En það var eflaust ákveðinn vendipunktur í leiknum í dag þegar Amber gerði mistökin í fyrra marki Stjörnunnar. Á þeim tímapunkti í leiknum voru Tindastóls stúlkur með yfirhöndina í leiknum en þessi mistök Ambers hleyptu þeim aftur inn í leikinn. Eftir þessi mistök átti Amber þó frábæran leik. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Stjarnan
Tindastóll er fallið um deild eftir að liðið tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni á heimavelli í Pepsi Max deild kvenna í dag. Fyrir leikinn vissu stúlkurnar í Tindastól að þær þyrftu að stóru sigri að halda í dag til þess að eiga möguleika á því að halda sér í deildinni. Þær þurftu hins vegar líka að treysta á að Keflavík myndi tapa fyrir Þór/KA. Fyrstu mínútur leiksins voru leikmenn Tindastóls allt í öllu og börðust eins og grenjandi ljón. Það átti eftir að skila sér þar sem strax á 5. Mínútu kom fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Hugrún Pálsdóttir. Aldís María Jóhannsdóttir átti á frábæran sprett upp vinstri vænginn og gaf svo boltann fyrir og barst boltinn fyrir utan teig þar sem Hugrún var og tók hún viðstöðulaust skot að marki sem Halla í marki Stjörnunnar átti ekki möguleika á að verja. Þrátt fyrir baráttuanda heima liðsins þá tók það ekki Stjörnuna langan tíma að jafna metin því strax á 8. Mínútu var staðan orðin 1-1. Þá fékk Stjarnan hornspyrnu og ætlaði Amber, markvörður Tindastóls, að grípa eða kýla boltann í burtu en það reyndust vera mistök þar sem hún missti af boltanum og barst boltinn fyrir fætur Elínar Helgu sem þakkaði fyrir sig og setti boltann í autt mark Tindastóls. Eftir þetta mark var Stjarnan meira og minna sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en fleiri mörk voru þó ekki skoruð og staðan því 1-1 í hálfleik. Stúlkurnar í Tindastól byrjuðu seinni hálfleikinn rétt eins og þær byrjuðu þann fyrri og átti strax hættulega sókn. Í þetta skiptið kom þó ekki mark eftir mikla baráttu og rétt eins og í fyrri hálfleiknum þá náði Stjarnan tökum á leiknum eftir því sem líða fór á leikinn. Hildigunnur Ýr var líklegust allra til þess að skora sigurmarkið í leiknum og átti hún tvö til þrjú dauðafæri til þess að skora en Amber í marki Tindastóls var vel á verði. Sigurmark leiksins átti þó eftir að koma og var það Arna Dís sem skoraði það. Þá átti Hildigunnur Ýr einn af sínum frábæru sprettum í leiknum, upp vinstri vænginn og gaf fyrirgjöf með jörðinni, inn á teig sem Amber rétt missti af og barst boltinn þá fyrir fætur Örnu sem þurfti lítið annað að gera en að pota boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur. Tindastóll mun því spila í næst efstu deild á næsta tímabili á meðan Stjarnan stelur fjórða sætinu af Selfoss með þessum sigri. Af hverju vann Stjarnan? Jafntefli hefði líklega verið sanngjörn úrslit þar sem bæði lið börðust vel og áttu sín færi. En þegar líða fór á leikinn fór Tindastóls stúlkur að huga meira að sóknarleiknum þar sem þær þurftu á mörkum að halda sem gerði það að verkum að sóknarmenn Stjörnunnar fengu góð tækifæri og skyndisóknum trekk í trekk. Ein af þeim skyndisóknum endaði með því að Arna Dís skoraði sigurmarkið. Hverjar stóðu uppúr? Að mínu mati voru tveir leikmenn sem stóðu uppúr í þessum leik. Í fyrsta lagi Hildigunnur Ýr sem hljóp oft á tíðum framhjá varnarmönnum Tindastóls eins og þeir væru ekki þar. Svo margir frábærir sprettir og svo lagði hún upp sigurmarkið á Örnu Dís. Í öðru lagi var það svo Amber í marki Tindastóls. Þvílíkir leikur hjá henni þrátt fyrir mistökin í fyrra marki Stjörnunnar. Ef það hefði ekki verið fyrir Amber og hennar vörslur í seinni hálfleiknum þá hefði sigur Stjörnunnar verið mikið stærri. Hvað fór illa? Það var ekkert sérstakt sem fór illa hjá báðum liðum í dag. Bæði lið voru til í að berjast og áttu sín færi. En það var eflaust ákveðinn vendipunktur í leiknum í dag þegar Amber gerði mistökin í fyrra marki Stjörnunnar. Á þeim tímapunkti í leiknum voru Tindastóls stúlkur með yfirhöndina í leiknum en þessi mistök Ambers hleyptu þeim aftur inn í leikinn. Eftir þessi mistök átti Amber þó frábæran leik. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti