Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 12:23 Frá undirritun samningsins. Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum. Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira