Sómalíland: Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa Heimsljós 13. september 2021 09:50 Rauði krossinn Flóttafólk innan Sómalílands glímir ekki einungis við náttúruhamfarir og óöryggi heldur líka sjúkdóma og faraldra. Endurteknar náttúruhamfarir og átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi, sem er í norðvesturhluta Sómalíu. „Þessar aðstæður hafa hrakið mikinn fjölda fólks á flótta innan Sómalílands og glímir flóttafólkið ekki aðeins við náttúruhamfarir og óöryggi heldur líka sjúkdóma og faraldra á borð við malaríu, mislinga, kórónuveiruna ofan á vaxandi vannæringu sem er afleiðing af auknum fæðuskorti í landinu,“ segir Ísabella Ósk Másdóttir hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún segir að til að bæta gráu ofan á svart sé staða stúlkna og kvenna slæm í landinu enda þótt margt hafi áunnist í þeim efnum og ástæða sé til aukinnar bjartsýni, meðal annars fyrir tilstilli Rauða krossins á Íslandi. „Það er augljóst að aðstæðurnar sem fólkið í Sómalílandi glímir við dag hvern eru afar erfiðar og til lengri tíma hafa þær ekki aðeins neikvæð áhrif á líkamlega heilsu þess heldur einnig verulega neikvæð áhrif á andlega heilsu. Forsenda þess að fólk hafi kraft til að bregðast við erfiðum aðstæðum er að það hafi von og þá skiptir gott geðheilbrigði sköpum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er heilbrigðiskerfi Sómalílands eitt það veikburðasta í heimi. „Íbúar landsins búa því við afar skert aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og sálfélagslegum stuðningi til að vinna úr erfiðleikum og áföllum. Í grein sem háskólinn í Cambridge birti árið 2019 var það mat sérfræðinga að vopnuð átök, fátækt, atvinnuleysi og víðtæk ofnotkun örvandi efna hafi haft neikvæð áhrif á andlega heilsu íbúa Sómalílands og í raun valdið sprengingu andlegra veikinda þar í landi sem lítið hafi verið fjallað um til þessa. Þá hefur heimsfaraldur COVID-19 einnig haft áhrif og valdið þjóðinni enn meiri berskjöldun gagnvart neikvæðum áhrifum á andlega heilsu og líðan,“ segir Ísabella. Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Af þeim verkefnum má sérstaklega nefna færanlega heilsugæslu í Hargeisa sem verið hefur megin langtímaverkefni félaganna. Heilsugæslunni er ætlað að þjónusta um 25 þorp og bæi í nágrenni Hargeisa, höfuðborgar landsins, með rúmlega 30 þúsund íbúa, og eina heilbrigðisþjónustan sem íbúum svæðisins stendur til boða. Frá upphafi hefur verkefnið miðað að því að sinna bólusetningum, næringarskimunum barna og mæðravernd auk hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu og lækninga og fræðslu á sviði heilbrigðis. Það var svo fyrr á þessu ári sem Rauði krossinn á Íslandi, þökk sé styrktaraðilum, gat bætt sálrænum og sálfélagslegum stuðningi við þá fræðslu og þjálfun sem starfsfólk heilsugæslunnar hlýtur. Nánar á vef Rauða krossins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Endurteknar náttúruhamfarir og átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi, sem er í norðvesturhluta Sómalíu. „Þessar aðstæður hafa hrakið mikinn fjölda fólks á flótta innan Sómalílands og glímir flóttafólkið ekki aðeins við náttúruhamfarir og óöryggi heldur líka sjúkdóma og faraldra á borð við malaríu, mislinga, kórónuveiruna ofan á vaxandi vannæringu sem er afleiðing af auknum fæðuskorti í landinu,“ segir Ísabella Ósk Másdóttir hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún segir að til að bæta gráu ofan á svart sé staða stúlkna og kvenna slæm í landinu enda þótt margt hafi áunnist í þeim efnum og ástæða sé til aukinnar bjartsýni, meðal annars fyrir tilstilli Rauða krossins á Íslandi. „Það er augljóst að aðstæðurnar sem fólkið í Sómalílandi glímir við dag hvern eru afar erfiðar og til lengri tíma hafa þær ekki aðeins neikvæð áhrif á líkamlega heilsu þess heldur einnig verulega neikvæð áhrif á andlega heilsu. Forsenda þess að fólk hafi kraft til að bregðast við erfiðum aðstæðum er að það hafi von og þá skiptir gott geðheilbrigði sköpum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er heilbrigðiskerfi Sómalílands eitt það veikburðasta í heimi. „Íbúar landsins búa því við afar skert aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og sálfélagslegum stuðningi til að vinna úr erfiðleikum og áföllum. Í grein sem háskólinn í Cambridge birti árið 2019 var það mat sérfræðinga að vopnuð átök, fátækt, atvinnuleysi og víðtæk ofnotkun örvandi efna hafi haft neikvæð áhrif á andlega heilsu íbúa Sómalílands og í raun valdið sprengingu andlegra veikinda þar í landi sem lítið hafi verið fjallað um til þessa. Þá hefur heimsfaraldur COVID-19 einnig haft áhrif og valdið þjóðinni enn meiri berskjöldun gagnvart neikvæðum áhrifum á andlega heilsu og líðan,“ segir Ísabella. Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Af þeim verkefnum má sérstaklega nefna færanlega heilsugæslu í Hargeisa sem verið hefur megin langtímaverkefni félaganna. Heilsugæslunni er ætlað að þjónusta um 25 þorp og bæi í nágrenni Hargeisa, höfuðborgar landsins, með rúmlega 30 þúsund íbúa, og eina heilbrigðisþjónustan sem íbúum svæðisins stendur til boða. Frá upphafi hefur verkefnið miðað að því að sinna bólusetningum, næringarskimunum barna og mæðravernd auk hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu og lækninga og fræðslu á sviði heilbrigðis. Það var svo fyrr á þessu ári sem Rauði krossinn á Íslandi, þökk sé styrktaraðilum, gat bætt sálrænum og sálfélagslegum stuðningi við þá fræðslu og þjálfun sem starfsfólk heilsugæslunnar hlýtur. Nánar á vef Rauða krossins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent