Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vildi Conor fá mynd af sér með MGK sem hafnaði því og ýtti Íranum í burtu.
Conor datt og missti stafinn sem hann gengur við eftir aðgerðina sem hann fór í eftir að hann fótbrotnaði í bardaganum gegn Dustin Poirier í sumar. Conor missti einnig glasið sitt en tók það síðan upp og sullaði innihaldinu í átt að MGK og kærustu hans, Megan Fox.
Öryggisverðir gengu í kjölfarið á milli þeirra Conors og MGK þegar þeir ætluðu að vaða í hvorn annan.
Conor gerði lítið úr atvikinu er hann var spurður út í það og sagðist aðeins berjast við alvöru bardagakappa. Hann sagðist einnig ekki hafa hugmynd um hver MGK væri.
Er rapparinn var spurður út í atvikið sló hann í hljóðnema fréttamanns og gekk á brott.