Búið hjá Ba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 15:01 Demba Ba skorar hjá Liverpool á Anfield í apríllok 2014 eftir skelfileg mistök Steven Gerrard. EPA/PETER POWELL Leikmaðurinn, sem var einn stærsti örlagavaldurinn í því að Steven Gerrard vann aldrei ensku úrvalsdeildina með Liverpoool, hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum. Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira