Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp eftir tuttugu ára fjarveru Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 14. september 2021 17:53 Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp Vísir/Vilhelm Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er væntanleg aftur á skjá landsmanna en hún er ein þáttastjórnanda fjölskylduþáttarins Stóra sviðið sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm
Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira