Afkoma hins opinbera ekki verri síðan 2008 Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2021 10:14 Skattar á tekjur og hagnað er stærsti tekjuliður hins opinbera og skilaði hann 43,9 prósent af heildartekjum hins opinbera á árinu 2020. Vísir/Vilhelm Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 254 milljarða króna árið 2020, eða sem nemur 8,6 prósent af vergri landsframleiðslu ársins. Hefur hún ekki verið verri síðan 2008. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að til samanburðar hafi afkoman verið neikvæð um 46,4 milljarða króna árið 2019, eða 1,5 prósent af VLF. „Afkoma hins opinbera hefur ekki verið verri síðan 2008 en kórónuveirufaraldurinn (COVID-19) hefur haft umtalsverð áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera. Á verðlagi hvers árs drógust tekjur hins opinbera saman um 42,3 milljarða frá fyrra ári, eða um 3,3%, meðan útgjöld hins opinbera jukust um 165,4 milljarða króna, eða 12,5%. Hafa þarf í huga við samanburð á fjárhæðum í hlutfalli af VLF að landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,5% á árinu 2020. Tekjur hins opinbera námu 1.231,6 milljörðum króna árið 2020, eða sem nemur 41,9% af VLF. Til samanburðar mældust tekjur hins opinbera 1.273,9 milljarðar króna árið 2019, eða sem nemur 41,8% af landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkissjóðs drógust saman um 7% árið 2020 samanborið við fyrra ár og námu alls 867,1 milljarði króna. Á sama tíma jukust tekjur sveitarfélaga um 5,4% og námu alls 404,8 milljörðum króna. Heildartekjur almannatrygginga jukust mest eða um 23,7% og námu alls 358,1 milljarði króna á árinu 2020. Almannatryggingar eru fjármagnaðar með tilfærslum frá ríkissjóði,“ segir í fréttinni. Skattar stærsti tekjuliðurinn Skattar á tekjur og hagnað er stærsti tekjuliður hins opinbera og skilaði hann 43,9 prósent af heildartekjum hins opinbera á árinu 2020. Alls hafi tekjur hins opinbera af tekjuliðnum numið 540,9 milljörðum króna á árinu 2020 og aukist um tvö prósent frá fyrra ári. „Tekjur hins opinbera af sköttum á vöru og þjónustu drógust saman um 3,3% milli ára. Skattar á vöru og þjónustu námu 333,4 milljörðum króna á árinu eða sem nemur 27,1% af heildartekjum hins opinbera. Í heildina var lítil breyting frá 2019 á skatttekjum hins opinbera. Útgjöld hins opinbera námu 1.485,6 milljörðum króna árið 2020 og jukust þau um 12,5% milli ára. Útgjöld ríkissjóðs jukust um 14,3% milli ára, útgjöld sveitarfélaga um 7,3% en mest jukust þó útgjöld almannatrygginga eða um 22,3%,“ segir á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að til samanburðar hafi afkoman verið neikvæð um 46,4 milljarða króna árið 2019, eða 1,5 prósent af VLF. „Afkoma hins opinbera hefur ekki verið verri síðan 2008 en kórónuveirufaraldurinn (COVID-19) hefur haft umtalsverð áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera. Á verðlagi hvers árs drógust tekjur hins opinbera saman um 42,3 milljarða frá fyrra ári, eða um 3,3%, meðan útgjöld hins opinbera jukust um 165,4 milljarða króna, eða 12,5%. Hafa þarf í huga við samanburð á fjárhæðum í hlutfalli af VLF að landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,5% á árinu 2020. Tekjur hins opinbera námu 1.231,6 milljörðum króna árið 2020, eða sem nemur 41,9% af VLF. Til samanburðar mældust tekjur hins opinbera 1.273,9 milljarðar króna árið 2019, eða sem nemur 41,8% af landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkissjóðs drógust saman um 7% árið 2020 samanborið við fyrra ár og námu alls 867,1 milljarði króna. Á sama tíma jukust tekjur sveitarfélaga um 5,4% og námu alls 404,8 milljörðum króna. Heildartekjur almannatrygginga jukust mest eða um 23,7% og námu alls 358,1 milljarði króna á árinu 2020. Almannatryggingar eru fjármagnaðar með tilfærslum frá ríkissjóði,“ segir í fréttinni. Skattar stærsti tekjuliðurinn Skattar á tekjur og hagnað er stærsti tekjuliður hins opinbera og skilaði hann 43,9 prósent af heildartekjum hins opinbera á árinu 2020. Alls hafi tekjur hins opinbera af tekjuliðnum numið 540,9 milljörðum króna á árinu 2020 og aukist um tvö prósent frá fyrra ári. „Tekjur hins opinbera af sköttum á vöru og þjónustu drógust saman um 3,3% milli ára. Skattar á vöru og þjónustu námu 333,4 milljörðum króna á árinu eða sem nemur 27,1% af heildartekjum hins opinbera. Í heildina var lítil breyting frá 2019 á skatttekjum hins opinbera. Útgjöld hins opinbera námu 1.485,6 milljörðum króna árið 2020 og jukust þau um 12,5% milli ára. Útgjöld ríkissjóðs jukust um 14,3% milli ára, útgjöld sveitarfélaga um 7,3% en mest jukust þó útgjöld almannatrygginga eða um 22,3%,“ segir á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira