Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2021 07:30 Aðeins tveir flokkar svöruðu skýrt að þeir vilji ekki útiloka leit og vinnslu á jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu. vísir Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu. Ætli mannkynið sér að eygja nokkurn möguleika á að halda hlýnun jarðar innan takmarka Parísarsamkomulagsins um 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax og byrja að fanga og binda kolefni úr lofthjúpnum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í síðasta mánuði var varað við því að hlýnun gæti náð 1,5°C þegar á næsta áratug, jafnvel þó að gripið yrði til róttækra aðgerða strax. Því er ljóst að ekki verður hægt að vinna meira jarðefnaeldsneyti mikið lengur ef ekki á illa að fara. Nýleg greining vísindamanna bendir til þess að halda þurfi 60% af olíu- og gasi og 90% af kolum í jörðinni til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C. Vísir sendi þeim tíu flokkum sem bjóða fram á landsvísu í Alþingiskosningunum spurningar um loftslagsstefnu þeirra. Hér fyrir neðan birtist afstaða þeirra til þess hvort útiloka eigi olíu- og gasvinnslu í íslenskri lögsögu. Svör við hvað flokkarnir vilja gera til að standa við skuldbindingar Íslands og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda birtust í gær. Á að útiloka leit og vinnslu á jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu? Framsóknarflokkurinn (B) Framsókn sér ekki fyrir sér að hið opinbera ætti að hvetja til slíkra verkefna sem þjónar ekki markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Forgangsverkefni er að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og að landið verði óháð því og byggi á öðrum orkugjöfum. Viðreisn (C) Þjóðir heims standa frammi fyrir einni alvarlegustu áskorun síðustu áratuga vegna neyðarástandsins sem hefur skapast af völdum loftslagsbreytinga. Viðreisn vill að Ísland verði bæði jarðefnaeldsneytislaust og kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Því markmiði samræmist ekki að leit eða vinnsla jarðefnaeldsneytis viðgangist. Fyrir þær sakir leggur Viðreisn áherslu á að slík vinnsla verði bönnuð innan lögsögu Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn (D) Heimurinn er á hraðferð í átt frá jarðefnaeldsneyti, þótt augljóst sé að það gerist ekki á einni nóttu. Ísland á að marka sér sérstöðu með því að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Leit og vinnsla á jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu er ekki á dagskrá og engar umsóknir um slíkt liggja fyrir né eru til meðferðar. Það sem er hins vegar sannarlega á dagskrá, og Sjálfstæðisflokkurinn styður, eru stórfelld tækifæri Íslands til að framleiða, með innlendum grænum orkugjöfum, nýja vistvæna eldsneytið sem koma mun í stað jarðefnaeldsneytis og verða þannig leiðandi í vegferð þjóða heims til grænnar orku. Flokkur fólksins (F) Við sjáum ekki sérstaka ástæðu til þess að útiloka þann möguleika. Það er hægt að taka ákvörðun um þau mál þegar hugmyndir eru á borðinu um að leita og vinna að jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu. Sósíalistaflokkur Íslands (J) Já. Við getum ekki leyft okkur að halda möguleikanum opnum lengur þar sem vinnsla og notkun á jarðefnaeldsneyti fer fram úr öllum viðmiðunum um losun gróðurhúsalofttegundir og væri veruleg umhverfisógn. Auk þess væri ólíklegt að almenningur myndi njóta góðs af fundi jarðefnaeldsneytis á meðan auðlindanýting er ekki í almannaþágu. Hin nýju hagfræðilögmál þar sem jöfnuður reynist skilyrðandi þáttur í umhverfis- og loftslagsmálum myndu því útiloka leit og vinnslu í íslenskri lögsögu. Grænlendingar hafa nú bannað olíuleit og vinnslu á þessum forsendum og engin ástæða fyrir Íslendinga að þykjast vita betur. Miðflokkurinn (M) Miðflokkurinn telur ekki ástæðu til að útiloka slíka vinnslu, enda losar jarðgas, finnist það í vinnanleg magni, mun minna af gróðurhúsalofttegundum en orkuframleiðsla sem er keyrð áfram af kolabruna. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O) Svar við þessari spurningu er já, við eigum að nota þá orku sem við eigum og nýta hana sjálf og spyrja okkur er þetta hagkvæmt fyrir þjóðina og umhverfisvænt. Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að auka vinnslu og leit heldur fara betur með sem við eigum. Píratar (P) Já, auðvitað! Bann við olíuleit er eitt af þeim þingmálum sem Píratar settu í forgang að klára fyrir lok síðasta þings. Frekar en að afhjúpa afstöðu sína völdu stjórnarflokkarnir að svæfa málið með frávísunartillögu í júní sl. Píratar vila banna olíuleit og að Ísland beiti sér í framhaldinu fyrir alþjóðlegu banni gegn olíuleit og nýrri olíuvinnslu. Fylgjum fordæmi Grænlendinga, tökum skýra afstöðu á alþjóðavísu og þrýstum á breytingar hjá öðrum ríkjum. Samfylkingin (S) Já, það er í stefnu Samfylkingarinnar að banna skuli olíuleit og olíuvinnslu í íslenskri landhelgi. Ef við viljum sjá heim án jarðefnaeldsneytis og bruna þess, þá þurfum við að byrja hjá okkur sjálfum. Vinstri græn (V) Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill lögfesta bann við olíuleit í íslenskri lögsögu og allri olíuvinnslu á Íslandi hið fyrsta. Loftslagsmál Bensín og olía Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við loftslagsskuldbindingar Íslands Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir. 18. september 2021 07:31 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ætli mannkynið sér að eygja nokkurn möguleika á að halda hlýnun jarðar innan takmarka Parísarsamkomulagsins um 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax og byrja að fanga og binda kolefni úr lofthjúpnum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í síðasta mánuði var varað við því að hlýnun gæti náð 1,5°C þegar á næsta áratug, jafnvel þó að gripið yrði til róttækra aðgerða strax. Því er ljóst að ekki verður hægt að vinna meira jarðefnaeldsneyti mikið lengur ef ekki á illa að fara. Nýleg greining vísindamanna bendir til þess að halda þurfi 60% af olíu- og gasi og 90% af kolum í jörðinni til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C. Vísir sendi þeim tíu flokkum sem bjóða fram á landsvísu í Alþingiskosningunum spurningar um loftslagsstefnu þeirra. Hér fyrir neðan birtist afstaða þeirra til þess hvort útiloka eigi olíu- og gasvinnslu í íslenskri lögsögu. Svör við hvað flokkarnir vilja gera til að standa við skuldbindingar Íslands og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda birtust í gær. Á að útiloka leit og vinnslu á jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu? Framsóknarflokkurinn (B) Framsókn sér ekki fyrir sér að hið opinbera ætti að hvetja til slíkra verkefna sem þjónar ekki markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Forgangsverkefni er að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og að landið verði óháð því og byggi á öðrum orkugjöfum. Viðreisn (C) Þjóðir heims standa frammi fyrir einni alvarlegustu áskorun síðustu áratuga vegna neyðarástandsins sem hefur skapast af völdum loftslagsbreytinga. Viðreisn vill að Ísland verði bæði jarðefnaeldsneytislaust og kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Því markmiði samræmist ekki að leit eða vinnsla jarðefnaeldsneytis viðgangist. Fyrir þær sakir leggur Viðreisn áherslu á að slík vinnsla verði bönnuð innan lögsögu Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn (D) Heimurinn er á hraðferð í átt frá jarðefnaeldsneyti, þótt augljóst sé að það gerist ekki á einni nóttu. Ísland á að marka sér sérstöðu með því að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Leit og vinnsla á jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu er ekki á dagskrá og engar umsóknir um slíkt liggja fyrir né eru til meðferðar. Það sem er hins vegar sannarlega á dagskrá, og Sjálfstæðisflokkurinn styður, eru stórfelld tækifæri Íslands til að framleiða, með innlendum grænum orkugjöfum, nýja vistvæna eldsneytið sem koma mun í stað jarðefnaeldsneytis og verða þannig leiðandi í vegferð þjóða heims til grænnar orku. Flokkur fólksins (F) Við sjáum ekki sérstaka ástæðu til þess að útiloka þann möguleika. Það er hægt að taka ákvörðun um þau mál þegar hugmyndir eru á borðinu um að leita og vinna að jarðefnaeldsneyti í íslenskri lögsögu. Sósíalistaflokkur Íslands (J) Já. Við getum ekki leyft okkur að halda möguleikanum opnum lengur þar sem vinnsla og notkun á jarðefnaeldsneyti fer fram úr öllum viðmiðunum um losun gróðurhúsalofttegundir og væri veruleg umhverfisógn. Auk þess væri ólíklegt að almenningur myndi njóta góðs af fundi jarðefnaeldsneytis á meðan auðlindanýting er ekki í almannaþágu. Hin nýju hagfræðilögmál þar sem jöfnuður reynist skilyrðandi þáttur í umhverfis- og loftslagsmálum myndu því útiloka leit og vinnslu í íslenskri lögsögu. Grænlendingar hafa nú bannað olíuleit og vinnslu á þessum forsendum og engin ástæða fyrir Íslendinga að þykjast vita betur. Miðflokkurinn (M) Miðflokkurinn telur ekki ástæðu til að útiloka slíka vinnslu, enda losar jarðgas, finnist það í vinnanleg magni, mun minna af gróðurhúsalofttegundum en orkuframleiðsla sem er keyrð áfram af kolabruna. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O) Svar við þessari spurningu er já, við eigum að nota þá orku sem við eigum og nýta hana sjálf og spyrja okkur er þetta hagkvæmt fyrir þjóðina og umhverfisvænt. Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að auka vinnslu og leit heldur fara betur með sem við eigum. Píratar (P) Já, auðvitað! Bann við olíuleit er eitt af þeim þingmálum sem Píratar settu í forgang að klára fyrir lok síðasta þings. Frekar en að afhjúpa afstöðu sína völdu stjórnarflokkarnir að svæfa málið með frávísunartillögu í júní sl. Píratar vila banna olíuleit og að Ísland beiti sér í framhaldinu fyrir alþjóðlegu banni gegn olíuleit og nýrri olíuvinnslu. Fylgjum fordæmi Grænlendinga, tökum skýra afstöðu á alþjóðavísu og þrýstum á breytingar hjá öðrum ríkjum. Samfylkingin (S) Já, það er í stefnu Samfylkingarinnar að banna skuli olíuleit og olíuvinnslu í íslenskri landhelgi. Ef við viljum sjá heim án jarðefnaeldsneytis og bruna þess, þá þurfum við að byrja hjá okkur sjálfum. Vinstri græn (V) Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill lögfesta bann við olíuleit í íslenskri lögsögu og allri olíuvinnslu á Íslandi hið fyrsta.
Loftslagsmál Bensín og olía Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við loftslagsskuldbindingar Íslands Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir. 18. september 2021 07:31 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við loftslagsskuldbindingar Íslands Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir. 18. september 2021 07:31
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum