Ferðalög Íslendinga taka við sér Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 13:36 Tenerife er sem fyrr vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Getty Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning. Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning.
Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira