Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2021 14:03 Veiði er lokið í Veiðivötnum þetta tímabilið. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiði er lokið í Veiðivötnum þetta tímabilið og það liggur fyrir að veiðin var meiri en í fyrra og mestu munar um betri veiði í Litlasjó. Stangveiðitímabilið í Veiðivötnum hefst 18. júní og stendur til 18. ágúst en eftir það hefst netatíminn sem stendur til 12. september. Á stangveiðitímanum veiddust 19.049 fiskar sem skiptist þannig að það veiddust 10.532 urriðar og 8.517 bleikjur. Mest veiddist í Snjóölduvatni eða 4.706 fiskar og allt bleikja, fyrir utan stöku urriða. Í Litlasjó veiddust síðan 4.440 fiskar, allt urriði. Þyngsti fiskurinn er 16,0 pd urriði úr Grænavatni. Stórir fiskar, um og yfir 10,0 pd fengust einnig í Skálavatni, Hraunvötnum, Ónýtavatni, Ónefndavatni, Litla Breiðavatni og Kvíslarvatnsgíg. Á netaveiðitímanum veiddist 981 fiskur á stöng. Heildarafli stangveiddra fiska í Veiðivötnum 2021 er 20030 fiskar, 11478 urriðar og 8552 bleikjur. Í netin fengust 10154 fiskar, 1920 urriðar og 8234 bleikjur. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Stangveiðitímabilið í Veiðivötnum hefst 18. júní og stendur til 18. ágúst en eftir það hefst netatíminn sem stendur til 12. september. Á stangveiðitímanum veiddust 19.049 fiskar sem skiptist þannig að það veiddust 10.532 urriðar og 8.517 bleikjur. Mest veiddist í Snjóölduvatni eða 4.706 fiskar og allt bleikja, fyrir utan stöku urriða. Í Litlasjó veiddust síðan 4.440 fiskar, allt urriði. Þyngsti fiskurinn er 16,0 pd urriði úr Grænavatni. Stórir fiskar, um og yfir 10,0 pd fengust einnig í Skálavatni, Hraunvötnum, Ónýtavatni, Ónefndavatni, Litla Breiðavatni og Kvíslarvatnsgíg. Á netaveiðitímanum veiddist 981 fiskur á stöng. Heildarafli stangveiddra fiska í Veiðivötnum 2021 er 20030 fiskar, 11478 urriðar og 8552 bleikjur. Í netin fengust 10154 fiskar, 1920 urriðar og 8234 bleikjur.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði