Innlent

Stjórnar­flokkarnir með sam­tals 44 prósenta fylgi

Atli Ísleifsson skrifar
Formenn stjórnarflokkanna, þau Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson.
Formenn stjórnarflokkanna, þau Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnarflokkarnir – Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn – fá samtals 44 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Fréttablaðið.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist í könnuninni með 21,3 prósent, Samfylkingin 14,2 prósent, Framsókn 12,6 prósent, Viðreisn 11,6 prósent, Píratar 11,5 prósent, Vinstri græn 10,0 prósent, Sósíalistaflokkurinn 7,7 prósent, Miðflokkurinn 5,9 prósent, Flokkur fólksins 4,7 prósent og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,5 prósent.

Í könnuninni segjast rúm 48 prósent vilja að núverandi stjórn haldi áfram eftir kosningar. 27 prósent þátttakenda vilja hins vegar vinstristjórn Flokks fólksins, Pírata, Samfylkingar, Sósíalista og Vinstri grænna en um 25 prósent sagðist vilja miðjustjórn með Framsóknarflokki, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Virðist sem þessir þrír möguleikar hafi verið einu valmöguleikarnir í þessum hluta könnunar Prósents og Fréttablaðsins.

Könnun Prósents var gerð 13. til 16. september og tóku alls 1.493 manns þátt. Alls svöruðu 90 prósent þátttakenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×