Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 12:12 Litla-Hraun á Eyrarbakka var upphaflega hannað sem sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fangelsismál Árborg Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira