Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 13:07 Peter Madsen (t.h.) laug ítrekað að lögreglu um afdrif Kim Wall þegar hennar var saknað. Í ljós kom að hann hafði myrt hana og bútað niður lík hennar. Ástarlíf hans í fangelsi hefur engu að síður verið fjörugt. VÍSIR/AFP Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum. Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira