Flestir fatlaðir geti búist við að vera beittir ofbeldi á lífsleiðinni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 22:00 Inga BJörk Margrétar Bjarnadóttir, er baráttukona fyrir málefnum fatlaðs fólks. aðsend Flestir fatlaðir geta búist við að vera beittir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni að sögn baráttukonu í málaflokknum. Tilkynningum um ofbeldisbrot gegn fötluðum fjölgar mjög á milli ára. 1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira