„Ef þú elskar sjóinn þá elskarðu mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. september 2021 19:47 Fjölmiðlakonan glæsilega Sigga Lund og grúskarinn geðþekki, Jón Tryggvi, fóru á blint stefnumót í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Fjölmiðlakonan Sigga Lund var ein af þeim sem fór á blint stefnumót í fjórða þætti fyrsta bliksins en hún og bókasafnsfræðingurinn Jón Tryggvi áttu svo sannarlega nokkra gullmola þetta kvöld. Sigga Lund lét ljós sitt og húmor skína á skemmtilegu blindu stefnumóti í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Siggu Lund þarf vart að kynna en hún hefur starfað í fjölmiðlum síðan hún var aðeins sautján ára. Í dag starfar hún sem þáttarstjórnandi á Bylgjunni og er vafalaust með eina af þekktustu útvarpsröddum landsins. Sigga og Jón Tryggvi eru kannski ekki líkar týpur en eiga þó eitt og annað sameiginlegt. Eins og að hafa áhuga á.... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. .....tónlist, andlegum málum og ekki má gleyma sjónum. Bæði giftu Sigga Lund og Jón Tryggvi sig ung að aldri og eiga að baki fleiri en eitt ástarsamband. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera ekki endilega með einhverja ákveðna týpu sem þau heillast af heldur segjast bæði vera að leita eftir þessari tengingu sem getur verið svo erfitt er að útskýra. Bæði mættu þau glæsileg og full sjálfstraust á stefnumótið og eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan þá geislaði gleðin og húmorinn af þeim báðum. Stressið var þó ekki langt undan í byrjun sem hafði mögulega örlítil áhrif á skamtímaminnið. Klippa: Fyrsta blikið - Ef þú elskar sjóinn þá elskarðu mig Já, stressið getur orðið til þess að sumt gleymist en þá er bara um að gera gott úr því og hafa húmor fyrir sjálfum sér. Þrátt fyrir ansi líflegt og skemmtilegt stefnumót fundu hvorki Jón né Sigga þessa sérstöku tengingu sem þau bæði leita eftir. Það veit enginn hvað það er sem tendrar þessa dularfullu ástarblossa sem við flest þráum en eins og Jón og Sigga sýndu svo vel þá er alveg hægt að kynnast nýju fólki, njóta sín og skemmta sér þó svo að rómantíkin svífi ekki yfir vötnum. Bæði eru þau Sigga og Jón enn einhleyp og í leit að ástinni, ævintýrum og þessu fyrsta bliki. Þau voru nokkur hlátrasköllin á skemmtilegu stefnumóti Siggu og Jón. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Næturtryllingur: Foreldrar geti upplifað börn sín eins og andsetin Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sigga Lund lét ljós sitt og húmor skína á skemmtilegu blindu stefnumóti í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Siggu Lund þarf vart að kynna en hún hefur starfað í fjölmiðlum síðan hún var aðeins sautján ára. Í dag starfar hún sem þáttarstjórnandi á Bylgjunni og er vafalaust með eina af þekktustu útvarpsröddum landsins. Sigga og Jón Tryggvi eru kannski ekki líkar týpur en eiga þó eitt og annað sameiginlegt. Eins og að hafa áhuga á.... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. .....tónlist, andlegum málum og ekki má gleyma sjónum. Bæði giftu Sigga Lund og Jón Tryggvi sig ung að aldri og eiga að baki fleiri en eitt ástarsamband. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera ekki endilega með einhverja ákveðna týpu sem þau heillast af heldur segjast bæði vera að leita eftir þessari tengingu sem getur verið svo erfitt er að útskýra. Bæði mættu þau glæsileg og full sjálfstraust á stefnumótið og eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan þá geislaði gleðin og húmorinn af þeim báðum. Stressið var þó ekki langt undan í byrjun sem hafði mögulega örlítil áhrif á skamtímaminnið. Klippa: Fyrsta blikið - Ef þú elskar sjóinn þá elskarðu mig Já, stressið getur orðið til þess að sumt gleymist en þá er bara um að gera gott úr því og hafa húmor fyrir sjálfum sér. Þrátt fyrir ansi líflegt og skemmtilegt stefnumót fundu hvorki Jón né Sigga þessa sérstöku tengingu sem þau bæði leita eftir. Það veit enginn hvað það er sem tendrar þessa dularfullu ástarblossa sem við flest þráum en eins og Jón og Sigga sýndu svo vel þá er alveg hægt að kynnast nýju fólki, njóta sín og skemmta sér þó svo að rómantíkin svífi ekki yfir vötnum. Bæði eru þau Sigga og Jón enn einhleyp og í leit að ástinni, ævintýrum og þessu fyrsta bliki. Þau voru nokkur hlátrasköllin á skemmtilegu stefnumóti Siggu og Jón. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Næturtryllingur: Foreldrar geti upplifað börn sín eins og andsetin Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira