Fær að kjósa aftur með eiginmanninn sér til fulltingis Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2021 20:17 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon fá að snúa aftur á kjörstað þar sem Magnús fær að aðstoða Ellý við að greiða atkvæði. Vísir/Egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem fjallað var um í frétt Vísis fyrr í dag, getur farið aftur og kosið utan kjörfundar með eiginmann sinn, Magnús Karl Magnússon sér til fulltingis. Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd. Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd.
Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira