Fjórum Íslendingum boðið á CrossFit mót í eyðimörkinni rétt fyrir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert keppt síðan að hún sleit krossband í mars en hún fékk boð á mótið. Instagram/@dxbfitnesschamp Ísland á fjóra af þeim fjörutíu CrossFit keppendum sem fengu eftirsótt boð að taka þátt í Dubai CrossFit Championship í desember. Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira