Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 18:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/Sigurjón Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira