Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2021 11:36 Mörgum sjálfstæðismanninum svegldist mögulega á kaffinu í morgun þegar í ljós kom að Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra. „Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna. Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira