Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafa verið á flakki um landið og tekið púlsinn á fólkinu í landinu.
„Ég vil sjá fjórar stelpur ráða ríkisstjórninni. Kötu, Lilju Alfreðs og þessar tvær hjá Sjálfstæðisflokknum. Það kæmi langbest út fyrir okkur alla,“ segir Pálmi á Selfossi.

„Fólkið í landinu á fiskinn, ekki einhverjir nokkrir einstaklingar,“ segir Kristján í Stykkishólmi.
„Ég myndi vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn út,“ segir Kolbrún á Akureyri.
Þau þrjú og margir fleiri höfðu heilmargt til málanna að leggja eins og sjá má í innslaginu að neðan sem Adelina Antal vann.