Ryderbikarinn byrjar á svakalegum leik í hádeginu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 10:01 Kylfingar liðanna voru allir samankomnir á setningarhátíðinni í gær. AP/Jeff Roberson Það er óhætt að segja að stóru byssurnar verði dregnar fram þegar 43. Ryderbikarinn hefst í dag í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Liðstjórar Bandaríkjanna og Evrópu tilkynntu í gær hvaða kappar spila fyrstu fjóra leikina í fjórmenningi í dag. Ryderbikarinn hefst klukkan tólf að hádegi í dag og verður hann allur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Í fyrsta leik dagsins mætast fjórir af mest spennandi kylfingunum keppninnar. Bandaríkjamenn tefla þá fram þeim Justin Thomas og Jordan Spieth á móti Evrópumönnunum og Spánverjunum Jon Rahm og Sergio Garcia. Thomas og Spieth eru gott par því þeir unnu 3 af 4 leikjum sínum saman á síðasta Ryderbikar í París árið 2018. Evrópa setur þarna saman efsta mann heimslistans (Jon Rahm) og þann sem hefur unnið sér inn flest stig í sögu Ryderbikarsins sem er Spánverjinn Sergio Garcia. Það er mikil reynsla í evrópska liðinu og líklega hverji meiri en hjá síðasta liði dagsins þar sem þeir Rory McIlroy og Ian Poulter spila saman. Þetta er sjöundi Ryderbikar Poulter og sá sjötti hjá McIlroy. Evrópa hefur unnið fjóra af síðustu fimm Ryderbikurum og um leið fimm af síðustu sjö. Evrópa þarf fjórtán stig til að halda bikarnum en Bandaríkjamenn þurfa fjórtán og hálft stig til að taka bikarinn frá Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá hverjir mætast í fjórmenningnum í dag en seinna verða síðan aðrir fjórir leiki í fjórleik. Í fjórmenningi keppa tveir samherjar sem lið með því að leika einum bolta til skiptis á hverri holu. Í fjórleik eru líka tveir kylfingar sem keppa saman en hver leikmaður leikur sínum bolta. Skor liðs á holu er lægra skor samherjanna tveggja á holunni. Fjórmenningurinn föstudaginn 24. spetember Justin Thomas & Jordan Spieth á móti Jon Rahm & Sergio Garcia (Hefst klukkan 12.05 á Stöð 2 Golf) Dustin Johnson & Collin Morikawa á móti Paul Casey & Viktor Hovland (12.21) Brooks Koepka & Daniel Berger á móti Lee Westwood & Matt Fitzpatrick (12.37) Patrick Cantlay & Xander Schauffele á móti Rory McIlroy & Ian Poulter (12.53) Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Liðstjórar Bandaríkjanna og Evrópu tilkynntu í gær hvaða kappar spila fyrstu fjóra leikina í fjórmenningi í dag. Ryderbikarinn hefst klukkan tólf að hádegi í dag og verður hann allur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Í fyrsta leik dagsins mætast fjórir af mest spennandi kylfingunum keppninnar. Bandaríkjamenn tefla þá fram þeim Justin Thomas og Jordan Spieth á móti Evrópumönnunum og Spánverjunum Jon Rahm og Sergio Garcia. Thomas og Spieth eru gott par því þeir unnu 3 af 4 leikjum sínum saman á síðasta Ryderbikar í París árið 2018. Evrópa setur þarna saman efsta mann heimslistans (Jon Rahm) og þann sem hefur unnið sér inn flest stig í sögu Ryderbikarsins sem er Spánverjinn Sergio Garcia. Það er mikil reynsla í evrópska liðinu og líklega hverji meiri en hjá síðasta liði dagsins þar sem þeir Rory McIlroy og Ian Poulter spila saman. Þetta er sjöundi Ryderbikar Poulter og sá sjötti hjá McIlroy. Evrópa hefur unnið fjóra af síðustu fimm Ryderbikurum og um leið fimm af síðustu sjö. Evrópa þarf fjórtán stig til að halda bikarnum en Bandaríkjamenn þurfa fjórtán og hálft stig til að taka bikarinn frá Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá hverjir mætast í fjórmenningnum í dag en seinna verða síðan aðrir fjórir leiki í fjórleik. Í fjórmenningi keppa tveir samherjar sem lið með því að leika einum bolta til skiptis á hverri holu. Í fjórleik eru líka tveir kylfingar sem keppa saman en hver leikmaður leikur sínum bolta. Skor liðs á holu er lægra skor samherjanna tveggja á holunni. Fjórmenningurinn föstudaginn 24. spetember Justin Thomas & Jordan Spieth á móti Jon Rahm & Sergio Garcia (Hefst klukkan 12.05 á Stöð 2 Golf) Dustin Johnson & Collin Morikawa á móti Paul Casey & Viktor Hovland (12.21) Brooks Koepka & Daniel Berger á móti Lee Westwood & Matt Fitzpatrick (12.37) Patrick Cantlay & Xander Schauffele á móti Rory McIlroy & Ian Poulter (12.53)
Fjórmenningurinn föstudaginn 24. spetember Justin Thomas & Jordan Spieth á móti Jon Rahm & Sergio Garcia (Hefst klukkan 12.05 á Stöð 2 Golf) Dustin Johnson & Collin Morikawa á móti Paul Casey & Viktor Hovland (12.21) Brooks Koepka & Daniel Berger á móti Lee Westwood & Matt Fitzpatrick (12.37) Patrick Cantlay & Xander Schauffele á móti Rory McIlroy & Ian Poulter (12.53)
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira