Móðurmál: Erfiðast að velja sæðisgjafa Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. september 2021 10:59 Leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 5. júlí. Ísgerður segir frá meðgöngunni og ákvörðuninni að eignast barn með gjafasæði í viðtalsliðnum Móðurmál. Samsett mynd - Ólöf Erla „Fyrir þær sem eru óákveðnar en alltaf með þetta bak við eyrað - þá segi ég að drífa bara í þessu. Ég gæti allavega vel hugsað mér að hafa gert þetta fyrr þó að ég sé ekkert að sjá eftir neinu,“ segir leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Góð leið til að enda umræðuna Aðspurð segist Ísgerður alltaf hafa hugsað það sem möguleika að fara þá leið að eignast barn eins síns liðs. „Ég var líklega svona 25 ára þegar ég fór fyrst að svara því til, þegar fólk var að ýta á mig að fara í samband og tala um barneignir, að ég myndi kannski gera þetta ein.“ Ísgerður segist hafa fljótt byrjað að hugsa um það sem möguleika að eignast barn eins síns liðs. „Á þeim tíma var þetta samt kannski meira svona þöggunar svar til að fólk myndi hætta að bögga mig á því að ég ætti að fara í samband. Ég hafði ekki verið í sambandi þá í svona tvö ár sem þótti voða mikið og þetta var góð leið til að enda umræðuna.“ Hvenær varð þetta svo eitthvað raunhæft og hver voru fyrstu skrefin? „Ég byrjaði ferlið fyrir svona þremur árum, bara til að athuga hvort að allt væri í lagi. Þá pantaði ég tíma hjá Livio og fór í skoðun. Svo hitti ég félagsráðgjafa og fór að safna pening.“ Síðan fór þetta eiginlega aftur á ís af því ég var ekki nógu viss hvort ég vildi fara þessa leið. Svo þegar ég ákvað loksins að gera þetta, þá var í raun eina sem var eftir að finna gjafann og panta tíma. Fannstu einhvern tíma fyrir vafa? „Já, já - allan tímann! Ég var ekki einu sinni viss þegar ég var að þessu, þó það hljómi kannski ekki vel. Ég ákvað bara að drífa í þessu af því ég var búin að hugsa þetta svo lengi og ég vildi ekki verða of sein og sjá svo hugsanlega eftir því það sem eftir væri að hafa ekki eignast barn. En þó mér hafi þótt þetta erfið og stór ákvörðun er svolítið magnað hvað sonur minn varð strax eðlilegur hluti af lífinu og hvað mér leið fljótt eins og hann hefði bara alltaf verið.“ Hélt óléttunni fyrir sig fyrstu mánuðina Hvernig upplifun var frjóvgunarferlið? Eitthvað sem kom á óvart? „Frjóvgunarferlið gekk mjög vel hjá mér og þetta tókst í fyrsta. Það var pínu erfitt að sprauta, sérstaklega sprauturnar sem maður þarf að blanda sjálfur. Það var ekki beint neitt sem kom á óvart nema helst kannski það hvað var erfitt að velja gjafann.“ Hvernig voru viðbrögð vina og ættingja? „Það voru alveg gleðiöskur og tár og alls konar. Flestir voru eiginlega bara spenntari en ég og ég held að fólkið mitt hafi flest hugsað LOKSINS! Ég held ekki að neinn í kringum mig hafi beint verið hissa að ég færi þessa leið en mitt nánasta fólk var kannski frekar hissa að ég hafi ekki sagt þeim frá fyrr. Ég hafði þetta eiginlega alveg fyrir mig þar til ég var komin þrjá mánuði á leið og setti ekki á samfélagsmiðla fyrr en eftir um fimm mánuði.“ Ísgerður segir ákvörðunina hafa ekki komið sínu nánasta fólki sérstaklega á óvart. Heldur frekar það hversu lengi hún hélt þunguninni lengi. Ólöf Erla Hér fyrir neðan svarar Ísgerður spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. „Ókei, þetta tókst“ Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Ég vissi eiginlega tveimur dögum áður en ég tók óléttuprófið að þetta hefði tekist. Ég fékk einhverja svona óstjórnlega löngun í tómat purée sósu og þegar ég gúglaði það stóð að það kæmi oft hjá ófrískum konum með járnskort. Eftir það svaf ég eiginlega ekki tvær nætur í röð þar til dagurinn rann upp sem ég átti að taka prófið. Þá lá ég andvaka um nóttina þar til klukkan fjögur um morguninn þegar ég ákvað að ég þyrfti nú ekkert að bíða lengur. Fór á baðherbergið, pissaði á prufuna og horfði svo á skjáinn þar til það stóð pregnant. Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mjög dramatískt hjá mér. Engin tár, öskur af kæti eða hopp um herbergið. Ég horfði bara á skjáinn á prufunni, hugsaði. ókei, þetta tókst. Þetta er að gerast! Svo fór svo inn í herbergi og steinsofnaði. Það voru ekki beint neinar sterkar tilfinningar svona strax, kannski bara einhver doði eða rólegur andlegur undirbúningur. Þetta er auðvitað stór breyting á lífinu sem erfitt er að átta sig á hvernig verður. Viðbrögðin ekki alltaf jafn dramatísk í lífinu eins og í sjónvarpsþáttum. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alveg ágætlega. Ég fann fyrir mikilli ógleði en var heppin að sleppa við uppköst. Ég var í daglegri hreyfingu sem var ansi erfitt að standa við af því vegna þreytu. Ég hafði annars ekkert rosalega mikinn tíma til að pæla í þessu því ég var í tökum á tveimur bíómyndum, ennþá í Krakkafréttum og að vinna fyrir Umhverfisstofnun. Svo að ég hugsaði kannski ekki jafn mikið um þetta og maður hefði annars gert. Jú, ég var alveg stressuð hvort það væri allt í lagi með barnið þannig að eftir tólf vikna sónarinn þegar ég fékk að vita að það væri allt í lagi fann ég mikinn léttir. Hreyfði sig í hálftíma á dag alla meðgönguna Varstu í einhverjum æfingum eða hreyfingu á meðgöngunni? Ég hafði sett mér markmið um áramótin 2020 að hreyfa mig í að minnsta kosti hálftíma á dag í hundrað daga og það gekk svo vel að ég hélt áfram. Þegar ég var að fara í uppsetninguna þá átti ég eitthvað um þrjátíu daga eftir til að ná þrjú hundruð dögum og ákvað að reyna bara að halda það út. Ég póstaði alltaf hreyfingu dagsins í story á Instagram til að halda mér við efnið. Svo þegar mér hafði tekist að halda mig við efnið í gegnum hormónameðferðina og þessar fyrstu þreytuvikur - þá ákvað ég bara að halda áfram. Einhvers staðar á leiðinni fór mig svo mikið að langa að ná að halda út alla meðgönguna þannig að þá varð það markmiðið. Ísgerður setti sér það markmið að hreyfa sig í hálftíma á dag alla meðgönguna. Hún birti myndbrot á myndir á Instragram til að halda sér við efnið og hvetja sig áfram. Ég aðlagaði hreyfinguna að líkamlegu ástandi hverju sinni og fór að gera æfingar sem voru sérstaklega fyrir óléttar konur. Þegar ég var komin svona fjóra mánuði á leið keypti ég æfingaprógram hjá Tracy Anderson á netinu tók teygju og jógatíma fyrir meðgöngu á Youtube og svo var ég auðvitað í uppáhaldinu mínu Kramhúsinu í dansi alltaf vikulega, allavega þegar Covid takmarkanir leyfðu. Það voru eðlilega mjög margir dagar þar sem ég var að sligast úr þreytu sem mig langaði að hætta við en ég leyfði mér líka að taka stundum bara hálftíma í rólegar teygjur eða eitthvað þannig sérstaklega svona undir lokin. Þetta urðu átján mánuðir af daglegri hreyfingu og í raun svolítið fyndið að taka fyrst níu mánuði þar sem þú ert að verða sterkari og sterkari og léttari á fæti og svo níu mánuði í að verða stöðugt þyngri á þér og stirðari. En ég náði að halda út að hreyfa mig daglega alla meðgönguna sem hjálpaði mjög mikið í fæðingunni. Vatnið fór á 550. degi sem ég hafði einmitt ákveðið að yrði síðasti dagurinn minn sama hvað - svo ég hefði eiginlega ekki getað planað það betur! Ég er aðeins byrjuð að hreyfa mig aftur en ekki alveg á hverjum degi ennþá. Svo erum við nokkrar Kramhúss-mömmur sem eru eða hafa verið að kenna þar sem erum að plana að vera með einhvers konar mömmutíma í Kramhúsinu á næstunni svo það verður gaman. Ísgerður segir að suma daga hafi hún eðlilega verið að sligast úr þreytu og því hafi hún leyft sér að eyða stundum hálftíma bara í rólegar teygjur. Athugasemdir á líkamann ekki alltaf velkomnar Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Kannski hvað þetta er skrítið og eðlilegt allt á sama tíma. Maður hefur auðvitað fylgt svo mörgum í gegnum þetta ferli en það er eðlilega annað þegar þetta er maður sjálfur og það er svo margt svo skrítið við þetta en samt einhvern veginn ekki. Sennilega ekki góð lýsing hjá mér en þannig leið mér. Fólk fer líka voða mikið að koma með athugasemdir á líkamann þinn sem er svolítið spes og það verður að segjast að það er misjafnt hversu velkomin þau komment eru. Ég get ekki einu sinni sagt eftir hverju það fer, bara einhverju dagsformi sennilega eða hormónastigi. Sumir voru að segja hvað ég væri nett og aðrir í sjokki hvað ég væri með stóra kúlu. Auðvitað dagamunur á hvernig mér leið með mig hverju sinni. En það er merkilegt hvað fólk tjáir sig mikið um líkamann manns í þessu ástandi - ég var meira að segja stundum stoppuð út á götu af fólki að hrósa mér eða tjá sig eitthvað um líkamann minn og óléttuna mína sem var alveg pínu fyndið. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Þetta gerist svo jafnt og þétt eitthvað að maður aðlagast svolítið svona á leiðinni en ég var alveg stressuð sérstaklega framan af, smeyk við hvernig þetta myndi fara með mig og hvort ég myndi halda heilsu. Ég var með þrenns konar áhyggjur. Mig langaði ekki að fá slit á magann og var smeyk við að fá grindargliðnun og svo auðvitað líka hvernig fæðingin færi með mann. Þannig ég gerði bara allt mitt til að koma vel út úr þessu og vonaði það besta. Bar krem á magann, passaði mig að krossleggja ekki lappir, halla mér ekki út í aðra mjöðm þegar ég stæði, sofa með púða milli lappanna og allt það. Ísgerður segist bera ómælda virðingu fyrir líkamanum eftir að hafa gengið í gegnum þessar líkamlegu breytingar á meðgöngunni. Ólöf Erla Þetta er merkilegt ferðalag sem líkaminn fer í og mér fannst til dæmis mjög fyndið að finna allt í einu fyrir brjóstunum á maganum og maganum á lærunum þegar ég settist niður. Ég hafði ekki upplifað það áður né að sjá ekki tásurnar fyrir bumbunni. En ég ber ómælda virðingu fyrir líkamanum mínum eftir að ganga í gegnum meðgöngu, fæðingu og núna brjóstagjöfina. Alveg ótrúlegt hvað þessi kroppur manns getur gert. Vantar fjárveitingu í að netvæða skráningar Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara vel. Það var minna utanumhald á meðgöngunni heldur en ég bjóst við. En það var líklega aðallega bara af því þetta gekk alveg vel og þurfti ekkert meira. Það reyndi kannski mest á þjónustuna þarna dagana fyrir og eftir fæðinguna og ég var rosalega ánægð með alla sem voru með mér í því ferli. Yndislegt fólk og algjör fagmennska, styrkur og hlýja sem heldur utan um mann í gegnum þetta. Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju þá finnst mér það mætti setja fjárveitingu í að netvæða skráningar og umsóknir fyrir fæðingarorlofssjóð og þjóðskrá og svona. Svolítið furðulegt að þurfa að prenta út og fylla út form, taka mynd og senda. Manni finnst þetta ætti að vera komið á netið á þessum tímum. Líka að stofnanirnar tali betur saman. Ég þurfti til dæmis að fá staðfestingu frá Livio að það væri enginn pabbi þó ég hefði haldið að það lægi fyrir þar sem upplýsingarnar mínar koma þaðan upphaflega. Allt sem sparar mömmu í brjóstaþoku skriffinnskusporin væri bót til hins betra. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, tómat purée dæmið þarna mjög snemma en annars var ekkert sérstakt æði nema að ég borðaði minna nammi en ég geri venjulega. Borðaði mikið af fisk, ávöxtum, grænmeti og hnetum og einhverju þannig. Þannig hann er líklega ekki jafn mikill nammigrís og mamma sín. Eina konan sem veit ekki hvenær hún er sett Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Algengasta spurningin var líklega hvenær ég væri sett. Mér var ekki sagður neinn ákveðinn dagur og spurði heldur ekki - því mér var í raun alveg sama og svaraði alltaf bara að það væri í lok júní. Eftir því sem leið var erfiðara og erfiðara að vita ekki daginn því fólki er mjög annt um að fá að vita hann. Sumir voru nánast að rengja mig eins og ég vissi það en vildi ekki segja og ég fékk mikið að heyra „Þú ert eina konan sem ég hef vitað um sem veit ekki hvenær hún er sett!“ Þannig ég endaði á að athuga það bara til að hafa svar fyrir annað fólk því ég varð svo leið á að útskýra og réttlæta af hverju ég vissi þetta ekki. Eina sem það skilaði mér samt var að eftir þann dag var endalaust verið að athuga hvort eitthvað væri að gerast, sem verður að viðurkennast að verður svolítið þreytandi. Ég var nefnilega ekkert óþolinmóð sjálf þó ég væri vissulega orðin þreytt. Mér fannst hann mega bara koma þegar hann kæmi. Hvenær sem það yrði. Ísgerður segist ekkert hafa verið að stressa sig á því að vita nákvæma dagsetningu á áætluðum fæðingardegi en segir hún annað fólk mikið hafa pælt í því. Spörkin og hreyfingarnar það besta Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mér fannst erfitt að verða svona þung á mér og vera í vandræðum með að gera litla sjálfsagða hluti eins og að snúa mér við í rúminu eða klæða mig í sokka eða skó. Það var alveg meira en að segja það þarna í lokin. Enda var ég eingöngu í sandölum síðustu vikurnar. Ég átti samt mestmegnis góða meðgöngu held ég en það var svona alls konar, alltaf endalaust stífluð og þar af leiðandi svefnlaus og með brjóstsviða og bakflæði og eitthvað svona. En ég slapp bæði við uppköst og grindargliðnun svo mér fannst ég ekki geta kvartað, allavega ekki mikið. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Því er auðsvarað: Spörkin og hreyfingarnar. Alveg magnað. Svo fullkomlega sturlað að finna fyrir lítilli manneskju að vaxa, dafna og sprikla í maganum á manni. Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Já, ég er í mömmuklúbb en við hittumst bara einu sinni á meðgöngunni alveg í lokin og erum svo meira búnar að vera að hittast núna undanfarið. Það var náttúrulega samkomubann mest alla meðgönguna mína og ég aðallega að vinna heima svo ég var eiginlega ekki að umgangast neinn. Gæti vel trúað að það sé næs að fara í svona meðgöngusund og jógatíma þar sem eru bara óléttar konur ég hefði verið mjög til í að fara í það. Fékk kynið að vita kynið á afmælisdeginum Fékkstu að vita kynið? Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi vita þannig ég fékk miða í umslagi í tuttugu vikna sónarnum. Svo geymdi ég það og ákvað á endanum að fá að vita í afmælisgjöf í lok apríl, þá var ég komin um sjö mánuði á leið. Litlu frænkur mínar voru líka svo spenntar þannig að þær fengu að opna umslagið og vera fyrstar til að vita fyrir utan mig. Ég var búin að kíkja aðeins fyrr því ég fór í 3D sónar og vildi sjá og staðfesta sjálf þar. Hvernig undirbjóstu þig fyrir fæðinguna? Ég var ekki beint markvisst að undirbúa mig neitt nema kannski aðeins í lokin. Var svolítið að grínast með að mesti styrkleiki minn fyrir fæðingarferlið væri hvað ég væri vön óvissu í lífinu. Það er auðvitað ekki hægt að vita neitt hvar eða hvernig þetta gerist og þú verður að taka öllu eins og það kemur, þannig ég var aldrei með neitt fæðingarplan eða neitt þannig. En ég var búin að vera í meðgöngujóga bæði á Youtube og svo líka í tímum á netinu hjá Auði í Jógasetrinu og mikið að æfa haf öndunina sem var vissulega góður undirbúningur. Svo las ég bók sem heitir Hypnobirthing um náttúrulegar fæðingar sem vinkona mín mælti með og lánaði mér. Aldrei verið jafn örmagna Hvernig gekk fæðingin? Þetta var alveg erfið fæðing og í raun fimm daga ferli í heildina. Óskin var að láta þetta gerast náttúrulega og lyfjalaust en svo var ég gengin fram yfir og þau vildu setja mig af stað þarna á fimmtudegi, sem ég vildi ekki en samþykkti að prófa að láta ýta við belgnum. Ísgerður gekk í gegnum þrjá daga af hríðum áður en hún missti loksins vatnið. Þá tóku við þrír dagar af hríðum áður en ég missti vatnið á laugardagskvöldinu. Ég var búin að vera undir eftirliti og hann ekki búinn að skorða sig þannig að ég þurfti að hringja á sjúkrabíl og draga mig eftir gólfinu heima til að hleypa þeim inn til að sækja mig. Á spítalanum kom í ljós að hann var búinn að skorða sig og þá var ég send aftur heim og þetta endaði með að ég þurfti að koma í gangsetningu þarna á sunnudagskvöldinu. Ég tók fyrstu klukkutímana án lyfja fyrst á jógadýnunni og svo í baðinu en þegar hríðarnar voru búnar að vera að koma svo ört og öflugt þá fékk ég fyrst glaðloft og endaði svo á að fá mænudeyfingu þegar það kom í ljós að útvíkkunin gekk mjög hægt. Það voru mestu vonbrigði lífs míns eftir að brölta upp úr baðinu eftir fimm til sex tíma átök handviss um að þetta væri alveg að verða búið og heyra að ég væri bara í fjórum í útvíkkun. Ég hef aldrei verið jafn örmagna og bugaðist gjörsamlega og bað þá um deyfinguna. Ljósmóðirin sagði þá við mig að muna að ég væri þarna búin með meira en maraþon og eftir allt svefnleysið dagana á undan væri í raun ekkert annað í stöðunni. Ég veit ég hefði ekki getað meira á þessum tímapunkti. Útvíkkunin gekk mjög hægt hjá Ísgerði sem segist algjörlega hafa orðið örmagna á síðustu metrunum í fæðingunni. Svo eftir að fá deyfinguna fór þetta að ganga betur og ég fór aftur að ná að anda mig í gegnum hríðarnar. Ég endaði með að ná fullri útvíkkun en hjartslátturinn hans var farinn að fara niður í hverri hríð svo þau komu og tóku blóðprufu úr kollinum til að kanna súrefnisflæði til hans. Svo stuttu eftir það opnaðist hurðin og herbergið fylltist af fólki og það kemur læknir til mín með mjög skírar leiðbeiningar um hvað ég ætti að gera því þau þyrftu að fá mig til að rembast og þau tækju á móti með sogklukku. Þarna voru liðnir einhverjir 15-16 tímar held ég, en frá því þau komu inn og þar til honum var skutlað í fangið á mér liðu bara fjórar mínútur. Eins og tíminn stoppi Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er svolítið erfitt að lýsa því. Hann var eitthvað svo lítill og var bara svona skutlað upp á bringuna á mér án orða á meðan allt starfsfólkið var á fullu eitthvað að sinna sínu þannig að allt í einu var hann bara í fanginu á mér. Ég var auðvitað svo þreytt og í hálfgerðu móki eftir þetta allt saman þannig að þetta var hálf óraunverulegt og engin orð sem lýsa þessu beint. Smá eins og tíminn stoppi og það sé ekkert annað í gangi í heiminum. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið og líður bara mjög vel og dýrka þetta yndislega barn mitt meira og meira með hverjum deginum. Ég upplifði mjög mikla ró og er búin að vera að njóta þess í botn að verja tíma með honum og kynnast. Ég er auðvitað oft þreytt og svona og reyndar jú með ævintýralega frjótt ímyndunarafl í að skálda upp alls konar hluti sem gætu hugsanlega komið fyrir barnið mitt. Þó þeir eigi enga stoð í raunveruleikanum. Mér skilst á öllum foreldrum að áhyggjurnar séu komnar til að vera svo það er eins gott að venjast því bara og passa að leyfa þeim ekki að taka stjórn á sér. Ísgerður var dugleg að hreyfa sig á meðgöngunni og deildi ferlinu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum sem hún segir hafa verið mikinn stuðning. Hefði viljað gera þetta fyrr Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, nei. Barnaloppan hefur gert svo góða hluti með að vekja fólk til umhugsunar um að nýta hluti betur. Ég er með mest af þessum stóru hlutum sem maður þarf í láni frá vinum og vandamönnum. En ég held ég tæki annars ekkert sérstaklega eftir svoleiðis pressu ef hún er. Ég er ekki þannig týpa og pæli ekki mikið merkjum hvorki heima hjá mér né í fatnaði. Vel bara hvað mér finnst flott og hvað ég fíla og geng mjög sjaldan í merkjafötum. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Ég er enn að vinna í því. Hvernig gengur brjóstagjöfin? Það gengur mjög vel. Það voru auðvitað byrjunarörðugleikar, enda hafa brjóstin aldrei haft jafn mikið að gera. Ég fékk fyrst sár á annað brjóstið og hafði smá áhyggjur af að missa mjólkina eða fá sýkingu eða eitthvað. Ljósmóðirin mín mælti svo með grisjum með smyrsli sem ég keypti í apóteki og þær virkuðu rosa vel. Svo pumpaði ég bara þeim megin í nokkra daga á meðan sárið greri og eftir það hefur þetta bara gengið rosa vel. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til þeirra sem eru að íhuga þann möguleika að gera þetta einar? Bara að fylgja hjartanu og gera þetta frekar einar en að fara niður í bæ eins og margir segja barnlausum konum að gera. Miklu betra að gera þetta sjálf og vera ekki bundin neinum. Fyrir þær sem eru óákveðnar en alltaf með þetta bakvið eyrað - þá segi ég að drífa bara í þessu! Ég gæti allavega vel hugsað mér að hafa gert þetta fyrr þó ég sé ekkert að sjá eftir neinu. En nú þegar ég á hann langar mig bara að eiga sem mestan tíma með litla yndinu mínu. Ísgerður alsæl með son sinn sem hefur ekki enn fengið nafnið sitt. Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Góð leið til að enda umræðuna Aðspurð segist Ísgerður alltaf hafa hugsað það sem möguleika að fara þá leið að eignast barn eins síns liðs. „Ég var líklega svona 25 ára þegar ég fór fyrst að svara því til, þegar fólk var að ýta á mig að fara í samband og tala um barneignir, að ég myndi kannski gera þetta ein.“ Ísgerður segist hafa fljótt byrjað að hugsa um það sem möguleika að eignast barn eins síns liðs. „Á þeim tíma var þetta samt kannski meira svona þöggunar svar til að fólk myndi hætta að bögga mig á því að ég ætti að fara í samband. Ég hafði ekki verið í sambandi þá í svona tvö ár sem þótti voða mikið og þetta var góð leið til að enda umræðuna.“ Hvenær varð þetta svo eitthvað raunhæft og hver voru fyrstu skrefin? „Ég byrjaði ferlið fyrir svona þremur árum, bara til að athuga hvort að allt væri í lagi. Þá pantaði ég tíma hjá Livio og fór í skoðun. Svo hitti ég félagsráðgjafa og fór að safna pening.“ Síðan fór þetta eiginlega aftur á ís af því ég var ekki nógu viss hvort ég vildi fara þessa leið. Svo þegar ég ákvað loksins að gera þetta, þá var í raun eina sem var eftir að finna gjafann og panta tíma. Fannstu einhvern tíma fyrir vafa? „Já, já - allan tímann! Ég var ekki einu sinni viss þegar ég var að þessu, þó það hljómi kannski ekki vel. Ég ákvað bara að drífa í þessu af því ég var búin að hugsa þetta svo lengi og ég vildi ekki verða of sein og sjá svo hugsanlega eftir því það sem eftir væri að hafa ekki eignast barn. En þó mér hafi þótt þetta erfið og stór ákvörðun er svolítið magnað hvað sonur minn varð strax eðlilegur hluti af lífinu og hvað mér leið fljótt eins og hann hefði bara alltaf verið.“ Hélt óléttunni fyrir sig fyrstu mánuðina Hvernig upplifun var frjóvgunarferlið? Eitthvað sem kom á óvart? „Frjóvgunarferlið gekk mjög vel hjá mér og þetta tókst í fyrsta. Það var pínu erfitt að sprauta, sérstaklega sprauturnar sem maður þarf að blanda sjálfur. Það var ekki beint neitt sem kom á óvart nema helst kannski það hvað var erfitt að velja gjafann.“ Hvernig voru viðbrögð vina og ættingja? „Það voru alveg gleðiöskur og tár og alls konar. Flestir voru eiginlega bara spenntari en ég og ég held að fólkið mitt hafi flest hugsað LOKSINS! Ég held ekki að neinn í kringum mig hafi beint verið hissa að ég færi þessa leið en mitt nánasta fólk var kannski frekar hissa að ég hafi ekki sagt þeim frá fyrr. Ég hafði þetta eiginlega alveg fyrir mig þar til ég var komin þrjá mánuði á leið og setti ekki á samfélagsmiðla fyrr en eftir um fimm mánuði.“ Ísgerður segir ákvörðunina hafa ekki komið sínu nánasta fólki sérstaklega á óvart. Heldur frekar það hversu lengi hún hélt þunguninni lengi. Ólöf Erla Hér fyrir neðan svarar Ísgerður spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. „Ókei, þetta tókst“ Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Ég vissi eiginlega tveimur dögum áður en ég tók óléttuprófið að þetta hefði tekist. Ég fékk einhverja svona óstjórnlega löngun í tómat purée sósu og þegar ég gúglaði það stóð að það kæmi oft hjá ófrískum konum með járnskort. Eftir það svaf ég eiginlega ekki tvær nætur í röð þar til dagurinn rann upp sem ég átti að taka prófið. Þá lá ég andvaka um nóttina þar til klukkan fjögur um morguninn þegar ég ákvað að ég þyrfti nú ekkert að bíða lengur. Fór á baðherbergið, pissaði á prufuna og horfði svo á skjáinn þar til það stóð pregnant. Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mjög dramatískt hjá mér. Engin tár, öskur af kæti eða hopp um herbergið. Ég horfði bara á skjáinn á prufunni, hugsaði. ókei, þetta tókst. Þetta er að gerast! Svo fór svo inn í herbergi og steinsofnaði. Það voru ekki beint neinar sterkar tilfinningar svona strax, kannski bara einhver doði eða rólegur andlegur undirbúningur. Þetta er auðvitað stór breyting á lífinu sem erfitt er að átta sig á hvernig verður. Viðbrögðin ekki alltaf jafn dramatísk í lífinu eins og í sjónvarpsþáttum. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alveg ágætlega. Ég fann fyrir mikilli ógleði en var heppin að sleppa við uppköst. Ég var í daglegri hreyfingu sem var ansi erfitt að standa við af því vegna þreytu. Ég hafði annars ekkert rosalega mikinn tíma til að pæla í þessu því ég var í tökum á tveimur bíómyndum, ennþá í Krakkafréttum og að vinna fyrir Umhverfisstofnun. Svo að ég hugsaði kannski ekki jafn mikið um þetta og maður hefði annars gert. Jú, ég var alveg stressuð hvort það væri allt í lagi með barnið þannig að eftir tólf vikna sónarinn þegar ég fékk að vita að það væri allt í lagi fann ég mikinn léttir. Hreyfði sig í hálftíma á dag alla meðgönguna Varstu í einhverjum æfingum eða hreyfingu á meðgöngunni? Ég hafði sett mér markmið um áramótin 2020 að hreyfa mig í að minnsta kosti hálftíma á dag í hundrað daga og það gekk svo vel að ég hélt áfram. Þegar ég var að fara í uppsetninguna þá átti ég eitthvað um þrjátíu daga eftir til að ná þrjú hundruð dögum og ákvað að reyna bara að halda það út. Ég póstaði alltaf hreyfingu dagsins í story á Instagram til að halda mér við efnið. Svo þegar mér hafði tekist að halda mig við efnið í gegnum hormónameðferðina og þessar fyrstu þreytuvikur - þá ákvað ég bara að halda áfram. Einhvers staðar á leiðinni fór mig svo mikið að langa að ná að halda út alla meðgönguna þannig að þá varð það markmiðið. Ísgerður setti sér það markmið að hreyfa sig í hálftíma á dag alla meðgönguna. Hún birti myndbrot á myndir á Instragram til að halda sér við efnið og hvetja sig áfram. Ég aðlagaði hreyfinguna að líkamlegu ástandi hverju sinni og fór að gera æfingar sem voru sérstaklega fyrir óléttar konur. Þegar ég var komin svona fjóra mánuði á leið keypti ég æfingaprógram hjá Tracy Anderson á netinu tók teygju og jógatíma fyrir meðgöngu á Youtube og svo var ég auðvitað í uppáhaldinu mínu Kramhúsinu í dansi alltaf vikulega, allavega þegar Covid takmarkanir leyfðu. Það voru eðlilega mjög margir dagar þar sem ég var að sligast úr þreytu sem mig langaði að hætta við en ég leyfði mér líka að taka stundum bara hálftíma í rólegar teygjur eða eitthvað þannig sérstaklega svona undir lokin. Þetta urðu átján mánuðir af daglegri hreyfingu og í raun svolítið fyndið að taka fyrst níu mánuði þar sem þú ert að verða sterkari og sterkari og léttari á fæti og svo níu mánuði í að verða stöðugt þyngri á þér og stirðari. En ég náði að halda út að hreyfa mig daglega alla meðgönguna sem hjálpaði mjög mikið í fæðingunni. Vatnið fór á 550. degi sem ég hafði einmitt ákveðið að yrði síðasti dagurinn minn sama hvað - svo ég hefði eiginlega ekki getað planað það betur! Ég er aðeins byrjuð að hreyfa mig aftur en ekki alveg á hverjum degi ennþá. Svo erum við nokkrar Kramhúss-mömmur sem eru eða hafa verið að kenna þar sem erum að plana að vera með einhvers konar mömmutíma í Kramhúsinu á næstunni svo það verður gaman. Ísgerður segir að suma daga hafi hún eðlilega verið að sligast úr þreytu og því hafi hún leyft sér að eyða stundum hálftíma bara í rólegar teygjur. Athugasemdir á líkamann ekki alltaf velkomnar Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Kannski hvað þetta er skrítið og eðlilegt allt á sama tíma. Maður hefur auðvitað fylgt svo mörgum í gegnum þetta ferli en það er eðlilega annað þegar þetta er maður sjálfur og það er svo margt svo skrítið við þetta en samt einhvern veginn ekki. Sennilega ekki góð lýsing hjá mér en þannig leið mér. Fólk fer líka voða mikið að koma með athugasemdir á líkamann þinn sem er svolítið spes og það verður að segjast að það er misjafnt hversu velkomin þau komment eru. Ég get ekki einu sinni sagt eftir hverju það fer, bara einhverju dagsformi sennilega eða hormónastigi. Sumir voru að segja hvað ég væri nett og aðrir í sjokki hvað ég væri með stóra kúlu. Auðvitað dagamunur á hvernig mér leið með mig hverju sinni. En það er merkilegt hvað fólk tjáir sig mikið um líkamann manns í þessu ástandi - ég var meira að segja stundum stoppuð út á götu af fólki að hrósa mér eða tjá sig eitthvað um líkamann minn og óléttuna mína sem var alveg pínu fyndið. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Þetta gerist svo jafnt og þétt eitthvað að maður aðlagast svolítið svona á leiðinni en ég var alveg stressuð sérstaklega framan af, smeyk við hvernig þetta myndi fara með mig og hvort ég myndi halda heilsu. Ég var með þrenns konar áhyggjur. Mig langaði ekki að fá slit á magann og var smeyk við að fá grindargliðnun og svo auðvitað líka hvernig fæðingin færi með mann. Þannig ég gerði bara allt mitt til að koma vel út úr þessu og vonaði það besta. Bar krem á magann, passaði mig að krossleggja ekki lappir, halla mér ekki út í aðra mjöðm þegar ég stæði, sofa með púða milli lappanna og allt það. Ísgerður segist bera ómælda virðingu fyrir líkamanum eftir að hafa gengið í gegnum þessar líkamlegu breytingar á meðgöngunni. Ólöf Erla Þetta er merkilegt ferðalag sem líkaminn fer í og mér fannst til dæmis mjög fyndið að finna allt í einu fyrir brjóstunum á maganum og maganum á lærunum þegar ég settist niður. Ég hafði ekki upplifað það áður né að sjá ekki tásurnar fyrir bumbunni. En ég ber ómælda virðingu fyrir líkamanum mínum eftir að ganga í gegnum meðgöngu, fæðingu og núna brjóstagjöfina. Alveg ótrúlegt hvað þessi kroppur manns getur gert. Vantar fjárveitingu í að netvæða skráningar Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara vel. Það var minna utanumhald á meðgöngunni heldur en ég bjóst við. En það var líklega aðallega bara af því þetta gekk alveg vel og þurfti ekkert meira. Það reyndi kannski mest á þjónustuna þarna dagana fyrir og eftir fæðinguna og ég var rosalega ánægð með alla sem voru með mér í því ferli. Yndislegt fólk og algjör fagmennska, styrkur og hlýja sem heldur utan um mann í gegnum þetta. Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju þá finnst mér það mætti setja fjárveitingu í að netvæða skráningar og umsóknir fyrir fæðingarorlofssjóð og þjóðskrá og svona. Svolítið furðulegt að þurfa að prenta út og fylla út form, taka mynd og senda. Manni finnst þetta ætti að vera komið á netið á þessum tímum. Líka að stofnanirnar tali betur saman. Ég þurfti til dæmis að fá staðfestingu frá Livio að það væri enginn pabbi þó ég hefði haldið að það lægi fyrir þar sem upplýsingarnar mínar koma þaðan upphaflega. Allt sem sparar mömmu í brjóstaþoku skriffinnskusporin væri bót til hins betra. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, tómat purée dæmið þarna mjög snemma en annars var ekkert sérstakt æði nema að ég borðaði minna nammi en ég geri venjulega. Borðaði mikið af fisk, ávöxtum, grænmeti og hnetum og einhverju þannig. Þannig hann er líklega ekki jafn mikill nammigrís og mamma sín. Eina konan sem veit ekki hvenær hún er sett Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Algengasta spurningin var líklega hvenær ég væri sett. Mér var ekki sagður neinn ákveðinn dagur og spurði heldur ekki - því mér var í raun alveg sama og svaraði alltaf bara að það væri í lok júní. Eftir því sem leið var erfiðara og erfiðara að vita ekki daginn því fólki er mjög annt um að fá að vita hann. Sumir voru nánast að rengja mig eins og ég vissi það en vildi ekki segja og ég fékk mikið að heyra „Þú ert eina konan sem ég hef vitað um sem veit ekki hvenær hún er sett!“ Þannig ég endaði á að athuga það bara til að hafa svar fyrir annað fólk því ég varð svo leið á að útskýra og réttlæta af hverju ég vissi þetta ekki. Eina sem það skilaði mér samt var að eftir þann dag var endalaust verið að athuga hvort eitthvað væri að gerast, sem verður að viðurkennast að verður svolítið þreytandi. Ég var nefnilega ekkert óþolinmóð sjálf þó ég væri vissulega orðin þreytt. Mér fannst hann mega bara koma þegar hann kæmi. Hvenær sem það yrði. Ísgerður segist ekkert hafa verið að stressa sig á því að vita nákvæma dagsetningu á áætluðum fæðingardegi en segir hún annað fólk mikið hafa pælt í því. Spörkin og hreyfingarnar það besta Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mér fannst erfitt að verða svona þung á mér og vera í vandræðum með að gera litla sjálfsagða hluti eins og að snúa mér við í rúminu eða klæða mig í sokka eða skó. Það var alveg meira en að segja það þarna í lokin. Enda var ég eingöngu í sandölum síðustu vikurnar. Ég átti samt mestmegnis góða meðgöngu held ég en það var svona alls konar, alltaf endalaust stífluð og þar af leiðandi svefnlaus og með brjóstsviða og bakflæði og eitthvað svona. En ég slapp bæði við uppköst og grindargliðnun svo mér fannst ég ekki geta kvartað, allavega ekki mikið. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Því er auðsvarað: Spörkin og hreyfingarnar. Alveg magnað. Svo fullkomlega sturlað að finna fyrir lítilli manneskju að vaxa, dafna og sprikla í maganum á manni. Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Já, ég er í mömmuklúbb en við hittumst bara einu sinni á meðgöngunni alveg í lokin og erum svo meira búnar að vera að hittast núna undanfarið. Það var náttúrulega samkomubann mest alla meðgönguna mína og ég aðallega að vinna heima svo ég var eiginlega ekki að umgangast neinn. Gæti vel trúað að það sé næs að fara í svona meðgöngusund og jógatíma þar sem eru bara óléttar konur ég hefði verið mjög til í að fara í það. Fékk kynið að vita kynið á afmælisdeginum Fékkstu að vita kynið? Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi vita þannig ég fékk miða í umslagi í tuttugu vikna sónarnum. Svo geymdi ég það og ákvað á endanum að fá að vita í afmælisgjöf í lok apríl, þá var ég komin um sjö mánuði á leið. Litlu frænkur mínar voru líka svo spenntar þannig að þær fengu að opna umslagið og vera fyrstar til að vita fyrir utan mig. Ég var búin að kíkja aðeins fyrr því ég fór í 3D sónar og vildi sjá og staðfesta sjálf þar. Hvernig undirbjóstu þig fyrir fæðinguna? Ég var ekki beint markvisst að undirbúa mig neitt nema kannski aðeins í lokin. Var svolítið að grínast með að mesti styrkleiki minn fyrir fæðingarferlið væri hvað ég væri vön óvissu í lífinu. Það er auðvitað ekki hægt að vita neitt hvar eða hvernig þetta gerist og þú verður að taka öllu eins og það kemur, þannig ég var aldrei með neitt fæðingarplan eða neitt þannig. En ég var búin að vera í meðgöngujóga bæði á Youtube og svo líka í tímum á netinu hjá Auði í Jógasetrinu og mikið að æfa haf öndunina sem var vissulega góður undirbúningur. Svo las ég bók sem heitir Hypnobirthing um náttúrulegar fæðingar sem vinkona mín mælti með og lánaði mér. Aldrei verið jafn örmagna Hvernig gekk fæðingin? Þetta var alveg erfið fæðing og í raun fimm daga ferli í heildina. Óskin var að láta þetta gerast náttúrulega og lyfjalaust en svo var ég gengin fram yfir og þau vildu setja mig af stað þarna á fimmtudegi, sem ég vildi ekki en samþykkti að prófa að láta ýta við belgnum. Ísgerður gekk í gegnum þrjá daga af hríðum áður en hún missti loksins vatnið. Þá tóku við þrír dagar af hríðum áður en ég missti vatnið á laugardagskvöldinu. Ég var búin að vera undir eftirliti og hann ekki búinn að skorða sig þannig að ég þurfti að hringja á sjúkrabíl og draga mig eftir gólfinu heima til að hleypa þeim inn til að sækja mig. Á spítalanum kom í ljós að hann var búinn að skorða sig og þá var ég send aftur heim og þetta endaði með að ég þurfti að koma í gangsetningu þarna á sunnudagskvöldinu. Ég tók fyrstu klukkutímana án lyfja fyrst á jógadýnunni og svo í baðinu en þegar hríðarnar voru búnar að vera að koma svo ört og öflugt þá fékk ég fyrst glaðloft og endaði svo á að fá mænudeyfingu þegar það kom í ljós að útvíkkunin gekk mjög hægt. Það voru mestu vonbrigði lífs míns eftir að brölta upp úr baðinu eftir fimm til sex tíma átök handviss um að þetta væri alveg að verða búið og heyra að ég væri bara í fjórum í útvíkkun. Ég hef aldrei verið jafn örmagna og bugaðist gjörsamlega og bað þá um deyfinguna. Ljósmóðirin sagði þá við mig að muna að ég væri þarna búin með meira en maraþon og eftir allt svefnleysið dagana á undan væri í raun ekkert annað í stöðunni. Ég veit ég hefði ekki getað meira á þessum tímapunkti. Útvíkkunin gekk mjög hægt hjá Ísgerði sem segist algjörlega hafa orðið örmagna á síðustu metrunum í fæðingunni. Svo eftir að fá deyfinguna fór þetta að ganga betur og ég fór aftur að ná að anda mig í gegnum hríðarnar. Ég endaði með að ná fullri útvíkkun en hjartslátturinn hans var farinn að fara niður í hverri hríð svo þau komu og tóku blóðprufu úr kollinum til að kanna súrefnisflæði til hans. Svo stuttu eftir það opnaðist hurðin og herbergið fylltist af fólki og það kemur læknir til mín með mjög skírar leiðbeiningar um hvað ég ætti að gera því þau þyrftu að fá mig til að rembast og þau tækju á móti með sogklukku. Þarna voru liðnir einhverjir 15-16 tímar held ég, en frá því þau komu inn og þar til honum var skutlað í fangið á mér liðu bara fjórar mínútur. Eins og tíminn stoppi Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er svolítið erfitt að lýsa því. Hann var eitthvað svo lítill og var bara svona skutlað upp á bringuna á mér án orða á meðan allt starfsfólkið var á fullu eitthvað að sinna sínu þannig að allt í einu var hann bara í fanginu á mér. Ég var auðvitað svo þreytt og í hálfgerðu móki eftir þetta allt saman þannig að þetta var hálf óraunverulegt og engin orð sem lýsa þessu beint. Smá eins og tíminn stoppi og það sé ekkert annað í gangi í heiminum. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið og líður bara mjög vel og dýrka þetta yndislega barn mitt meira og meira með hverjum deginum. Ég upplifði mjög mikla ró og er búin að vera að njóta þess í botn að verja tíma með honum og kynnast. Ég er auðvitað oft þreytt og svona og reyndar jú með ævintýralega frjótt ímyndunarafl í að skálda upp alls konar hluti sem gætu hugsanlega komið fyrir barnið mitt. Þó þeir eigi enga stoð í raunveruleikanum. Mér skilst á öllum foreldrum að áhyggjurnar séu komnar til að vera svo það er eins gott að venjast því bara og passa að leyfa þeim ekki að taka stjórn á sér. Ísgerður var dugleg að hreyfa sig á meðgöngunni og deildi ferlinu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum sem hún segir hafa verið mikinn stuðning. Hefði viljað gera þetta fyrr Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, nei. Barnaloppan hefur gert svo góða hluti með að vekja fólk til umhugsunar um að nýta hluti betur. Ég er með mest af þessum stóru hlutum sem maður þarf í láni frá vinum og vandamönnum. En ég held ég tæki annars ekkert sérstaklega eftir svoleiðis pressu ef hún er. Ég er ekki þannig týpa og pæli ekki mikið merkjum hvorki heima hjá mér né í fatnaði. Vel bara hvað mér finnst flott og hvað ég fíla og geng mjög sjaldan í merkjafötum. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Ég er enn að vinna í því. Hvernig gengur brjóstagjöfin? Það gengur mjög vel. Það voru auðvitað byrjunarörðugleikar, enda hafa brjóstin aldrei haft jafn mikið að gera. Ég fékk fyrst sár á annað brjóstið og hafði smá áhyggjur af að missa mjólkina eða fá sýkingu eða eitthvað. Ljósmóðirin mín mælti svo með grisjum með smyrsli sem ég keypti í apóteki og þær virkuðu rosa vel. Svo pumpaði ég bara þeim megin í nokkra daga á meðan sárið greri og eftir það hefur þetta bara gengið rosa vel. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til þeirra sem eru að íhuga þann möguleika að gera þetta einar? Bara að fylgja hjartanu og gera þetta frekar einar en að fara niður í bæ eins og margir segja barnlausum konum að gera. Miklu betra að gera þetta sjálf og vera ekki bundin neinum. Fyrir þær sem eru óákveðnar en alltaf með þetta bakvið eyrað - þá segi ég að drífa bara í þessu! Ég gæti allavega vel hugsað mér að hafa gert þetta fyrr þó ég sé ekkert að sjá eftir neinu. En nú þegar ég á hann langar mig bara að eiga sem mestan tíma með litla yndinu mínu. Ísgerður alsæl með son sinn sem hefur ekki enn fengið nafnið sitt.
Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira