Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. september 2021 06:01 Íþrótta- og heilsufrömuðurinn Indíana Nanna Jóhannsdóttir segir frá matarhefðum fjölskyldunnar í viðtalsliðnum Matarást. „Við eigum oftast bestu stundirnar okkar saman sem fjölskylda við matarboðið,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir í viðtali við Makamál. Indíana er stofnandi Go Move Iceland þar sem hún býður upp á ýmiskonar fróðleik, fjarþjálfun og netnámskeið. Indíana er tveggja barna móðir, þjálfari og leiðbeinandi sem hefur í gegnum tíðina helgað sig heilsusamlegum lífsstíl. Hún er stofnandi Go Move Iceland og á ekki langt að sækja heilsu- og íþróttaástríðuna en faðir Indíönu er íþróttasálfræðingurinn Jóhann Ingi. Kærasti Indíönu er knattspyrnumaðurinn Finnur Orri Margeirsson, greinandi í sjálfbærni hjá Reitun og hafa þau verið saman í rúmlega sjö ár. Saman eiga þau tvo drengi, Hólmar Orra þriggja ára og Jökul Orra níu vikna. Er eitthvað spennandi framundan? „Í sumar byrjaði ég með netnámskeiðið Alvöru matur og gæðasvefn: Fyrir heilsumiðaðar nútímakonur sem nenna engu veseni og hefur þátttaka og gengi farið algjörlega fram úr væntingum. Í október fer svo af stað síðasta námskeið ársins sem ég er virkilega spennt fyrir. Í nóvember ætlum við fjölskyldan síðan að skella okkur til útlanda með vinahópnum og verður kærkomið að breyta aðeins um umhverfi og fá vonandi smá sól.“ Indiana leggur mikið upp úr hollri og góðri næringu og hefur sett saman námskeið þar sem hún deilir heilsusamlegum uppskriftum og ráðum fyrir nútímakonur. Hér fyrir neðan svarar Indíana spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Ég man ekki eftir fyrstu máltíðinni en ég man eftir fyrsta hittingnum þar sem hann kom handa mér með stærsta nammipoka sem ég hef séð og svo eplakassa fyrir sig. Hvort ykkar eldar meira? Ég ber titilinn matarmálaráðherra á heimilinu, svo að svarið er ég. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Grillmarkaðurinn á afmælum og Sushi Social ef við erum að fara á stefnumót. Fyrsta „út-að-borða-deitið“ okkar var á Sushi Social. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, svona langoftast. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Ekki beint, en ég er kannski meiri pizzu-kerling en hann. Ég næ stundum að plata hann í pizzu með mér en ekki oft. Indíana og Finnur hafa verið saman í rúmlega sjö ár og eiga saman tvo drengi. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og/eða öfugt. Hann sér um grillið og grillar oft gott kjöt fyrir okkur eða lax. Uppáhaldið hans er góður hamborgari og þá sé ég yfirleitt um að gera djúsí meðlæti og hann grillar. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Mér finnst ótrúlega gaman að fara út að borða, ekki bara því ég elska að borða góðan mat, heldur vegna þess að þá á maður oft samtöl og gæðastundir saman sem maður á ekki endilega heima fyrir í rútínunni þar. Þá erum við barnlaus og sitjum bara og spjöllum endalaust. Heimagert hnetumix er einstaklega hollt og girnilegt millimál. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Ótrúlega mikilvægt. Bæði sem par og líka sem fjölskylda. Við eigum oftast bestu stundirnar okkar saman sem fjölskylda við matarboðið að spjalla við Hólmar Orra strákinn okkar sem er þriggja ára. Jökull Orri, níu vikna, kemur síðan eflaust sterkur inn í samræðurnar þegar þar að kemur. Uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum mat fyrir góðar samverustundir? Um helgar þykir okkur fjölskyldunni ekkert betra en að eiga saman rólega morgna. Þá útbúum við okkur nánast undantekningarlaust pönnukökur. Hólmar Orri eldri strákurinn minn vill borða þær eintómar en við Finnur fáum okkur oftast sultu og rjóma með, því ekkert er betra en sulta og rjómi! Þetta er svona „fjölskyldudeitið“ okkar. Pönnukökur: 3 egg 1 þroskaður banani Sykurlaus möndlumjólk (ég nota alltaf í bleiku fernunni frá IsolaBio sem inniheldur bara vatn, möndlur og salt) ''Hveitið'' er ýmist hafrar og/eða möndlumjöl Vanilludropar Klípa sjávarsalt Pönnukökur eru nær undantekningalaust á borðstólnum um helgar hjá fjölskyldunni. Aðferð: Bræðið smjör eða kókosolíu á heitri pönnu og hellið út í deigið og steikið svo á pönnunni. Ég set alltaf hráefnin í blandara, set hafrana og/eða möndlumjölið síðast og leyfi deiginu svo að standa aðeins til að þykkjast. Áferðin á að vera ekki of þunn og ekki of þykk. Bæði er hægt að nota uppskriftina fyrir pönnukökur og vöfflur. Fyrir á sem vilja fylgjast meira með Indíönu hér hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Tengdar fréttir „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00 Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 19. júní 2021 12:09 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Indíana er stofnandi Go Move Iceland þar sem hún býður upp á ýmiskonar fróðleik, fjarþjálfun og netnámskeið. Indíana er tveggja barna móðir, þjálfari og leiðbeinandi sem hefur í gegnum tíðina helgað sig heilsusamlegum lífsstíl. Hún er stofnandi Go Move Iceland og á ekki langt að sækja heilsu- og íþróttaástríðuna en faðir Indíönu er íþróttasálfræðingurinn Jóhann Ingi. Kærasti Indíönu er knattspyrnumaðurinn Finnur Orri Margeirsson, greinandi í sjálfbærni hjá Reitun og hafa þau verið saman í rúmlega sjö ár. Saman eiga þau tvo drengi, Hólmar Orra þriggja ára og Jökul Orra níu vikna. Er eitthvað spennandi framundan? „Í sumar byrjaði ég með netnámskeiðið Alvöru matur og gæðasvefn: Fyrir heilsumiðaðar nútímakonur sem nenna engu veseni og hefur þátttaka og gengi farið algjörlega fram úr væntingum. Í október fer svo af stað síðasta námskeið ársins sem ég er virkilega spennt fyrir. Í nóvember ætlum við fjölskyldan síðan að skella okkur til útlanda með vinahópnum og verður kærkomið að breyta aðeins um umhverfi og fá vonandi smá sól.“ Indiana leggur mikið upp úr hollri og góðri næringu og hefur sett saman námskeið þar sem hún deilir heilsusamlegum uppskriftum og ráðum fyrir nútímakonur. Hér fyrir neðan svarar Indíana spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Ég man ekki eftir fyrstu máltíðinni en ég man eftir fyrsta hittingnum þar sem hann kom handa mér með stærsta nammipoka sem ég hef séð og svo eplakassa fyrir sig. Hvort ykkar eldar meira? Ég ber titilinn matarmálaráðherra á heimilinu, svo að svarið er ég. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Grillmarkaðurinn á afmælum og Sushi Social ef við erum að fara á stefnumót. Fyrsta „út-að-borða-deitið“ okkar var á Sushi Social. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, svona langoftast. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Ekki beint, en ég er kannski meiri pizzu-kerling en hann. Ég næ stundum að plata hann í pizzu með mér en ekki oft. Indíana og Finnur hafa verið saman í rúmlega sjö ár og eiga saman tvo drengi. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og/eða öfugt. Hann sér um grillið og grillar oft gott kjöt fyrir okkur eða lax. Uppáhaldið hans er góður hamborgari og þá sé ég yfirleitt um að gera djúsí meðlæti og hann grillar. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Mér finnst ótrúlega gaman að fara út að borða, ekki bara því ég elska að borða góðan mat, heldur vegna þess að þá á maður oft samtöl og gæðastundir saman sem maður á ekki endilega heima fyrir í rútínunni þar. Þá erum við barnlaus og sitjum bara og spjöllum endalaust. Heimagert hnetumix er einstaklega hollt og girnilegt millimál. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Ótrúlega mikilvægt. Bæði sem par og líka sem fjölskylda. Við eigum oftast bestu stundirnar okkar saman sem fjölskylda við matarboðið að spjalla við Hólmar Orra strákinn okkar sem er þriggja ára. Jökull Orri, níu vikna, kemur síðan eflaust sterkur inn í samræðurnar þegar þar að kemur. Uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum mat fyrir góðar samverustundir? Um helgar þykir okkur fjölskyldunni ekkert betra en að eiga saman rólega morgna. Þá útbúum við okkur nánast undantekningarlaust pönnukökur. Hólmar Orri eldri strákurinn minn vill borða þær eintómar en við Finnur fáum okkur oftast sultu og rjóma með, því ekkert er betra en sulta og rjómi! Þetta er svona „fjölskyldudeitið“ okkar. Pönnukökur: 3 egg 1 þroskaður banani Sykurlaus möndlumjólk (ég nota alltaf í bleiku fernunni frá IsolaBio sem inniheldur bara vatn, möndlur og salt) ''Hveitið'' er ýmist hafrar og/eða möndlumjöl Vanilludropar Klípa sjávarsalt Pönnukökur eru nær undantekningalaust á borðstólnum um helgar hjá fjölskyldunni. Aðferð: Bræðið smjör eða kókosolíu á heitri pönnu og hellið út í deigið og steikið svo á pönnunni. Ég set alltaf hráefnin í blandara, set hafrana og/eða möndlumjölið síðast og leyfi deiginu svo að standa aðeins til að þykkjast. Áferðin á að vera ekki of þunn og ekki of þykk. Bæði er hægt að nota uppskriftina fyrir pönnukökur og vöfflur. Fyrir á sem vilja fylgjast meira með Indíönu hér hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Tengdar fréttir „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00 Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 19. júní 2021 12:09 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05
Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00
Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 19. júní 2021 12:09