Lífið

Albatross sendir frá sér haustsmell

Birgir Olgeirsson skrifar
Hljómsveitin Albatross
Hljómsveitin Albatross

Hljómsveitin Albatross hefur sent frá sér sinn nýjasta smell sem nefnist Næsta haust.

Albatross hefur sannarlega vakið athygli undanfarin misseri en lögin sveitarinnar hafa náð miklum vinsældum. Nú síðast sat lagið þeirra Ég sé sólina á toppi vinsældalista Bylgjunnar og áður höfðu lögin Já, það má, Allt á hvolfi og Ég ætla að skemmta mér gert hljómsveitina að einni þeirri þekktustu á Íslandi.

Næsta haust er eftir bassaleikara Albatross, Valdimar Olgeirsson, en lagið mun verða á væntanlegri stuttskífu sem sveitin hefur unnið að.

Hljómsveitin hefur getið sér gott orð fyrir tónleikaröðina Tónaflóð víðsvegar um land síðustu tvö ár og þá hafa gestir þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum ekki farið varhluta af bandinu sem á tvö af stærstu þjóðhátíðarlögum síðustu ára, annars vegar Ástin á sér stað og hins vegar Þar sem hjartað slær.

Albatross skipa þeir Sverrir Bergmann söngvari, Halldór Gunnar Pálsson gítarleikari, Halldór Smárason hljómborðsleikari, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Þormarsson trommuleikari.

Lagið má heyra hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×