Innlent

Bjartsýni, bjartsýni og aftur bjartsýni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir er á meðal leiðtoga sem eru bjartsýnir fyrir kvöldið.
Katrín Jakobsdóttir er á meðal leiðtoga sem eru bjartsýnir fyrir kvöldið. Vísir/vilhelm

Formenn stjórnmálaflokkanna eru sumir búnir að ákveða hvert þeir ætla að leita fyrst til í stjórnarmyndunarviðræðum þegar niðurstöður kosninga verða ljósar. Aðrir halda þétt að sér spilunum.

Leiðtogar flokkanna mættu á kjörstað í dag, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einn á Akureyri og annar á Flúðum. Allir voru sammála um að þeir ganga bjartsýnir til kosninga, já og að hafa kosið rétt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kaus gleraugnalaus og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks svaf mjög vel og var spenntur fyrir brauðtertuáti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir flokkinn vilja fara inn á frjálslynda miðju. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata eða Framsóknar eru ofarlega í símaskránni fyrir fyrsta símtal.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst í sínum huga að fyrsta samtal verði á meðal ríkisstjórnarflokkanna.

En annars eru allir bjartsýnir á gott gengi eða óvæntar niðurstöður, sér í hag.

Klippa: Formenn bjartsýnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×