„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 22:29 Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður segist bjartsýn fyrir kvöldinu. Vísir Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira