Innlent

Loka­­­tölur úr Norð­austur­­­kjör­­­dæmi: Fram­­sókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Ólöf Isaksen leiddi Framsókn til stórsigurs í Norðausturkjördæmi.
Ingibjörg Ólöf Isaksen leiddi Framsókn til stórsigurs í Norðausturkjördæmi.

Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 

Framsóknarflokkurinn fær 25,6 prósent atkvæða og þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn hlaut 14,3 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er því ljóst að um gríðarlega fylgisaukningu er að ræða. 

Kjördæmakjörnir þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi eru  Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. 

Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson.

Tveir Sjálfstæðismenn

Sjálfstæðisflokkurinn fær 18,5 prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Njáll Trausta Friðbertsson og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Kristján Þór Júlíusson, leiddi lista Sjálfstæðisflokks í síðustu kosningum og var fyrsti þingmaður kjördæmisins, en flokkurinn var einnig með tvo þingmenn í kjördæminu eftir kosningarnar 2017.

Þingmennirnir tíu sem sitja fyrir hönd Norðausturkjördæmis á næsta kjörtímabili.Vísir/Helgi

Vinstri græn halda sínum tveimur þingmönnum - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þriðji þingmaður kjördæmisins og Jódís Skúladóttir kemur inn sem jöfnunarþingmaður. 

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins, eru allir kjördæmakjörnir þingmenn í Norðausturkjördæmi.


Tengdar fréttir

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu þremur mönnum inn á þing í kjördæminu, þar af tvo jöfnunarþingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×