Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Snorri Másson skrifar 27. september 2021 11:52 Logi Einarsson þegar hann kaus utan kjörfundar í síðustu viku. Ásamt Finni Thorlacius bílablaðamanni. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. „Nú berast sláandi fréttir af ófullnægjandi meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi, sem tilefni er til að taka mjög alvarlega,“ skrifar Logi í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar vísar þingmaðurinn til frétta af ófullkominni framkvæmd kosninga í kjördæminu, þar sem ráðist var í endurtalningu í gær. Í fréttum kom einnig fram að kjörkassarnir hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, eins og landslög gera ráð fyrir. Karl Gauti Hjaltason fráfarandi þingmaður Miðflokksins hefur kært þessi atriði til lögreglu. Logi segir að frjálsar lýðræðislegar kosningar séu á meðal mikilvægustu grundvallarmannréttinda, og að tryggja verði fullnægjandi framkvæmd þeirra. „Hér er um algjört prinsipp að ræða og mikilvægt að enginn afsláttur í boði. Um það hljóta öll framboð að vera sammála,“ skrifar Logi. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru formenn allra flokka að fylgjast vel með stöðunni á meðan fulltrúar kerfisins ráða ráðum sínum. Landskjörstjórn fundar á öðrum tímanum í dag og að þeim fundi loknum ætti að skýrast hver næstu skref verða - til dæmis þegar kemur að kröfu fjögurra flokka um endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi, þar sem einkar mjótt var á munum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Nú berast sláandi fréttir af ófullnægjandi meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi, sem tilefni er til að taka mjög alvarlega,“ skrifar Logi í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar vísar þingmaðurinn til frétta af ófullkominni framkvæmd kosninga í kjördæminu, þar sem ráðist var í endurtalningu í gær. Í fréttum kom einnig fram að kjörkassarnir hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, eins og landslög gera ráð fyrir. Karl Gauti Hjaltason fráfarandi þingmaður Miðflokksins hefur kært þessi atriði til lögreglu. Logi segir að frjálsar lýðræðislegar kosningar séu á meðal mikilvægustu grundvallarmannréttinda, og að tryggja verði fullnægjandi framkvæmd þeirra. „Hér er um algjört prinsipp að ræða og mikilvægt að enginn afsláttur í boði. Um það hljóta öll framboð að vera sammála,“ skrifar Logi. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru formenn allra flokka að fylgjast vel með stöðunni á meðan fulltrúar kerfisins ráða ráðum sínum. Landskjörstjórn fundar á öðrum tímanum í dag og að þeim fundi loknum ætti að skýrast hver næstu skref verða - til dæmis þegar kemur að kröfu fjögurra flokka um endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi, þar sem einkar mjótt var á munum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09