Konur fljótari að taka við sér Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 19:01 Ellert Lárusson framkvæmdastjóri Apollo Art með mynd eftir Björk Tryggva fyrir aftan sig, en hú selur mikið í gegnum Apollo Art Aðsent Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is. Myndlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
„Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is.
Myndlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira