Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Snorri Másson skrifar 29. september 2021 20:30 Eirik Holmøyvik, lögfræðiprófessor við Háskólann í Bergen, varaði við því í grein í fyrra að kosningaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar stæðust ekki evrópskan stjórnskipunarrétt. Ágreiningur um kosningar í Norðvesturkjördæmi gæti ratað til Strassbourg. UiB/Kim E. Andreassen. Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01
Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33