Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 10:07 Verulegur skortur hefur verið á trúðum á Norður-Írlandi undanfarið. Trúðar kalla eftir því að fleiri skrái sig í trúðaskólann. Getty/Allen J. Schaben „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“ Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“
Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira